Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 20

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 20
Forsíffan á 30 ára afmælis- riti UMFÍ frjálsu íþróttahreyfingar hafa oft átt erfitt uppdráttar vegna kostnaðar sem ólijákvæmilegur er þrátt fyrir fómfúst félagsstarf þjálfara og annarra. Félögin hafa alltaf reynt að stilla æfingagjöldum í hóf, og hefur mörgum unglingnum samt reynst örðugt að standa í skilum með gjöld sín. En nú eru að rísa hér á landi einka- fyrirtæki sem m. a. auglýsa líkamsæfingar til heilsuræktar og heilsubótar. Hjá þess- um fyrirtækjum eru æfingagjöld marg- föld á við gjöldin hjá íþróttafélögunum enda allt annað sjónarmið sem liggur að baki þessari starfsemi en hjá íþrótta- og ungmennafélögunum. Þeim mun ein- kennilegra er að sjá auglýsingar þar sem þekktur afreksmaður í íþróttum (sem auk þess er menntaður íþróttakennari) og verkalýðsfrömuður Ijá myndir sínar til fjáröflunar slíkra fyrirtækja. Þetta fyrir- brigði er alþekkt erlendis. Reynt er að telja fólki trú um hægt sé að stunda í- þróttir og auka hreysti sína með einhvers konar „patent“-æfingum sem séu ekki aðeins lausar við allt erfiði heldur líka beinlínis þægilegar meðan á þeim stend- ur. Fyrir þessa patentlausn er fólk látið borga stórfé og þetta virðist takast hér 20 á landi líka. En það er óviðkunnanlegt í hæsta máta fyrir íþróttirnar og verka- lýðshreyfinguna að sjá virðulega fulltrúa sína flatmagandi á fjármögnunarauglýs- ingum slíkra fyrirtækja. Óskráð saga Þegar maður les hið myndarlega rit Bjarna V. Guðjónssonar, Með vorblæn- um, kemur manni í hug hversu geysi- mikið verk er óunnið í söguskráningu og sögukönnun ungmennafélagshreyfingar- innar í heild. Saga Umf. Bjamar Hítdæla- kappa er vel skrifuð og greinargóð heim- ild um félagslíf og menningarviðleitni í litlu sveitarfélagi. Til em drög að sögu sumra héraðssambandanna. A 30 ára af- mæli UMFI var gefið út vandað minn- ingarrit UMFÍ eftir Geir Jónasson. Þetta er gagnmerkt rit um margt, ekki síst vegna þess að þar er saga og þróun ung- mennafélaganna rakin í þjóðfélagslegu samhengi. Þetta rit er nú ófáanlegt, og síðan það var skrifað em liðin 38 ár. Ekki hefði verið vanþörf á að gefa slíkt rit út á 30 ára fresti. Fmmherjamir frá fyrstu dögum hreyfingarinnar em nú flestir fallnir í valinn, og stöðugt hverfa menn með mikla starfssögu að baki úr röðum okkar. Sögulegar heimildir em í lífi og sál margra þessara manna og hverfa að eilífu með þeim. Það er ekki seinna vænna að fara að festa á bók sögu þeirra ungmennafélaga sem vom í eldlínunni þegar 30 ára minningarritið kom út. Ef mig misminnir ekki, var einhvem tíma frá því greint á vettvangi UMFÍ að sérstök nefnd ynni að þessu máli. Von- andi er hún að sinna þessu verkefni í fullri alvöru þó að hljótt fari. eyþ. SKINFAXI HINNINGARRIT

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.