Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 33

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 33
starf við alla sambandsaðila UMFÍ og væntir þess að nú þegar verði þessi áform nefndarinnar og önnur sem berast kunna, kynnt félagsmönnum jafnharðan. Landsmótsnefnd og stjórn UMFÍ hvet- ur félögin til þess að nota þetta sérstaka tækifæri til þess að koma upp hjá sér góðum sýningarflokkum til þátttöku í hópsýningum landsmótsins, sem og við önnur tækifæri, t. d. 17. júní. Landsmótsnefnd gerir ráð fyrir því að haft verði gott samstarf við skóla á við- komandi sambandssvæðum, sem og við alla starfandi íþróttakennara og heitir á viðkomandi aðila að leggja félögunum lið í þessari viðamiklu framkvæmd. Takist okkur að hrinda þessu í fram- kvæmd samkvæmt framansögðu, áforma framkvæmdaaðilar aðra yfirferð til leið- sagnar og kynningar síðar í vetur. Landsmótsnefnd hvetur alla sambands- aðila UMFÍ til öflugs undirbúnings með þátttöku í landsmótinu í huga. Bréfaskipti Tólf ára gamall norskur strákur sem stundar starfsíþróttir (4H) óskar að skrifast á við jafnaldra sinn hér á landi, og er þess eindregið óskað að bréfavin- urinn sé frímerkjasafnari. Sá norski get- ur skrifað á norsku eða ensku. Nafn hans og heimilisfang er: Knut Arne Nygárd 4670 Hornnes Norge SKINFAXI 13 ÁRA KASTAÐI KRINGLUNNI 54,48 M. 13 ára gamall piltur, Vésteinn Haf- steinsson Umf. Selfoss, setti nýtt íslands- met í kringlukasti pilta (1 kg. kringla) í sumar og kastaði 54,48 m. Vésteinn bætti metið alls fimm sinnum i sumar, en gamla metið var 43,34 m., og það setti bróðir hans, Þráinn Hafsteinsson, árið 1971. Vésteinn bætti met bróður síns um hvorki meira né minna en 10,74 m. i sumar. Næsta ár verður hann enn i pilta- flokki, og verður fróðlegt að fylgjast með framförum hans. Þá setti Vésteinn einnig piltamet í spjótkasti (600 gr. spjóti), en hann kast- aði 44,02 metra á fimmtarþrautarmóti HSK. Gamla metið var 41,44 m., sett af Óskari Jakobssyni árið 1969. Vésteinn setti því alls 6 íslandsmet á árinu í pilta- flokki. Fleiri árangrar Vésteins sýna að hér er óvenjulegt efni á ferðinni. Drengj akringl- unni (1,5 kg.) hefur hann kastað 34,94 m., sveinakúlunni (3 kg.) hefur hann varpað 15,27 m. og drengjakúlunni (4 kg.) hefur hann varpað 12,70 m. Vésteinn Hafsteinsson með kringluna. 33

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.