Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 37

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 37
Hluti fundarmanna við þingstörf á sam- bandsráðsfundinum í Grindavík. sögu staðarins og bauð fundarmönnum að skoða félags- og íþróttaaðstöðu bæj- arins eftir hádegisverð. Einnig voru skoð- uð hafnarmannvirki en síðan lýsti bæj- arstjóri uppbyggingu þeirra. Ræddar voru tillögur milliþinganefnd- ar UMFI sem að mestu fjölluðu um skipulagsmál. UMFÍ rekur sem kunnugt er skrifstofu og þjónustumiðstöð fyrir félögin í Reykjavík og urðu allmiklar umræður um hana og voru menn á eitt sáttir um að hún hefði miklu hlutverki að gegna og væri ómetanleg aðstoð við hin dreifðu félög sem óhjákvæmilega jrurfa að leita eftir margs konar fyrirgreiðslu til Reykja- víkur. Má þar helst nefna skipulagn- ingu og aðstoð við félagsmálafræðslu, fjölritun og aðstoð við útgáfustarfsemi félaganna, aðstoð við ráðningu starfs- manna og þjálfara, við erlend samskipti, i, við innkaup allskonar, aðstoð við þing, ráðstefnur og mótshald, fyrirgreiðslu við hópa sem koma til Rvk. o. fl. Gunnar Sveinsson reifaði j)á hugmynd að stofna klúbba innan vébanda UMFÍ þar sem rædd væru ýmis framfaramál Gunnar lagði fram hugmynd um stofnun og starfsreglur fyrir klúbbana. Lögð var áhersla á að málið yrði vel undir- biiið og var í því sambandi kosin nefnd þriggja manna sem eru þeir: Garðar Óskarsson, Guðmundur Snorrason og Valdimar Óskarsson og var Valdimar kosinn formaður nefndarinnar. Sæmdir starfsmerki A fundinum vom fjórir ungmennafé- lagar sæmdir starfsmerki UMFÍ, en það voru þeir Guðmundur Snorrason, Umf. Njarðvíkur; Þórhallur Guðjónsson, Umf. Keflavíkur; Jóhannes Haraldsson, Urqf. Grindavíkur og Símon Rafnsson, Umf. Þrótti, Vatnsleysuströnd. Þessum mönnum voru færðar sérstak- ar þakkir fyrir störf sín að málum hreyf- ingarinnar í heild en sérstaklega fyrir störf á sínum heimaslóðum. Ungmennafélag Grindavíkur sá um undirbúning fundarins af hálfu heima- 37 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.