Skinfaxi - 01.06.1975, Side 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVI. árgangur — 3. hefti 1975. — Ritstjóri Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju.
Stuðningur við áhugamannastarfið
Um árabil hefur menn greint talsvert á um
það með hverjum hætti væri best borgið í
framkvæmd almennri æskulýðsstarfsemi hér
á landi, og þá fyrst og fremst hver afskipti op-
inberra aðila ættu að vera varðandi fram-
kvæmd æskulýðsstarfseminnar. Flestir hafa
þó talið rétt að taka þá stefnu að styrkja frjálsa
æskulýðsstarfsemi þar sem hún hefur verið
til staðar. En til eru þó staðir hérlendis þar
sem opinberir aðilar, þ. e. bæjar- og sveitar-
félög, hafa beinlínis tekið að sér rekstur
æskulýðsstarfseminnar að sjálfsögðu með ærn-
um tilkostnaði og misgóðum árangri I stað þess
að hvetja áhugamannafélögin til dáða með
auknum stuðningi eða leita orsakanna fyrir
félagslegri deyfð þeirra og reyna þá að þæta
stöðu þeirra með einhverjum hætti.
Forráðamenn bæjar- og sveitarfélaga, svo
og ríkisins eru í vaxandi mæli að gera sér Ijóst
að til þess að nýta sem best það takmarkaða
fjármagn sem þjóðin getur varið til þessarar
starfsemi, beri að taka upp þá stefnu að
styrkja áhugamannastarfið til muna og meira
enn gert hefur verið.
Hár er ekki um sér islenskt fyrirbæri að
ræða, þetta er ríkjandi stefna nú meðal ná-
grannaþjóða okkar á Norðurlöndum og í
Evrópu. Undirritaður leyfir sér í því sambandi
að vitna til tveggja ráðstefna sem hann sat
erlendis á þessu vori, þar sem þessi stefna
var rækilega kynnt: Ráðstefnu íþróttaleiðtoga
i Strassburg, þar sem lögð var fram athyglis-
verð stefnumótun ráðherrafundar Evrópuráðs-
ins sem haldin var í Brussel 20. til 21. mars
s. I. og Birgir Thorlasíus, ráðuneytisstjóri sat
fyrir íslands hönd. Hin ráðstefnan var í Osló
þar sem saman komu fulltrúar æskulýðsráða
Norðurlandanna, og æskulýðsfulltrúar.
Ég leyfi mér að vona að stefnuyfirlýsingu
þessari verði framfylgt hér á landi, og skiptir
þar auðvitað höfuðmáli jákvæð og skilnings-
ríka afstaða núverandi menntamálaráðherra
til þessara mála.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve
erfið fjárhagsstaða hinna frjálsu æskulýðs-
hreyfinga á íslandi er og hversu gífurlegt afl
mætti leysa úr læðingi t. d. innan ungmenna-
félagshreyfingarinnar með auknum fjárstuðn-
ingi við samtökin, sem hafa innan sinna vé-
banda 17.000 félagsmenn I 196 félögum í öll-
um sýslum landsins. í engu skal þó vanmetin
sá stuðningur sem félögin hafa nú, bæði er
varðar aðstöðu ýmiskonar og beinar fjárveit-
ingar. H. Þ.
SKINFAXI
3