Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 5

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 5
í mörg horn að líta Rætt við framkvæmdastjóra 15. landsmóts UMFÍ Ingólfur Steindórsíon Ingólfur Steindórsson framkvæmda- stjóri 15. landsmóts UMFI tók við starfi hinn 1. apríl s. ]. Skrifstofa framkvæmda- stjóra er á Akranesi. Allir sem til þekkja vita að þetta starf þyngist óðfluga eftir því sem mótið nálagast, og það er í raun orðið margfalt starf og óvenjulega erilsamt þegar að móti kemur. F.igi að síður tókst Skinfaxa að ná stuttu viðtali við Ingólf í fundarhléi hjá landsmóts- nefnd hinn 11. júní. Ingólfur hefur lengi starfað í ungmennafélagshreyfingunni og verið í fomstu USVH og Umf. Skipa- skaga. — Þú þekkir landsmótin af eigin raun? — Já, ég hef sótt öll landsmótin síðan 1961 bæði sem keppandi og fararstjóri keppenda. Sjálfur keppti ég í frjálsum íþróttum á þremur landsmótum. — Hvernig er aðstaðan til mótshalds- ins á Akranesi? — Hún verður að teljast góð. Bæjar- yfirvöld hafa hraðað framkvæmdum við íþróttamannvirki og áhugi almennings hefur líka flýtt fyrir undirbúningi. Umi- ið hefur verið við hið nýja og stóra íþróttahús af miklum krafti undanfarið, og það verður tekið í notkun á mótinu. íþróttaáhugafólk hefur lagt mikið af mörkum í sjálfboðavinnu við bygging- una. Sjálfboðaliðar hafa t. d. sett ein- angrun og klæðningu í loft hússins sem er um 900 fermetrar að flatarmáli. Þá er verið að skapa góða frjálsíþrótta- aðstöðu á íþróttavellinum með hlaupa- Nokkrir af verðlaunagripum iandsmótsins í fflugga landsmótsskrifstofunnar á Akranesi. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.