Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 28

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 28
Heimsmet Jesse Owens í langstökki — 8,13 m. — stóð í aldarfjórðung eins og íslandsmet Jóels í spjótkasti. Á myndinni sést Owens í metstökkinu á olympíuleikunum í Berlín 1936. að afreksgeta mannlegs líkama vex stöð- ugt. Meðalhæð dýrategundarinnar manns hefur hækkað um 10 sentimetra frá 1900 til 1970. Á sama tíma jókst vöðvakraftur mannsins um 13%. Það eru því líffræði- legir og líffæralegir eiginleikar manns- líkamans sem hafa breyst og gera það kleift að maðurinn getur náð meiri lík- amlegum árangri. I þessu sambandi er líka nauðsynlegt að benda á alhliða framfarir í íjrróttavís- indum: Utbúnaði íþróttasvæða, gerð íþróttaáhalda, íþróttalæknisfræði, líf- aflfræði, uppeldisfræðum o. s. frv. Þó að okkur þyki íþróttaafrek nútím- ans stórkostleg, mun afkomendum okkar ekki þykja sérlega mikið til þeirra koma. Hvað þá urn langstökksmetið, þessa 8,90 metra sem Bob Beamon stökk í Mexíkó 1968? spyrja margir. Menn höfðu ekki reiknað með slíku stökki fvrr en á 21. öldinni. Margir eru þeir sem fullyrða að þetta heimsmet standi í 20 ár. Það má vera að þetta verði hálfgildings „met- úrsalem“, en það kemur að því að menn stökkva yfir 9 metra múrinn. Hvenær það verður veit enginn nú. í tölvu er auðvitað hægt að reikna út hvenær lík- legast er að metið falli, en raunveruleik- anum getur þetta farið á allt annan veg. Sem dæmi um það má nefna eina tölvu- spá sem gerð var í Bandaríkjunum árið 1965: Með því að mata tölvuna með heimsafrekaskrám 20 ára tímabils, 1945 til 1965, reiknaði tölvan það út að árið 1970 myndi heimsmetið í míluhlaupi vera 3.52,0 mín. Fáeinum dögum eftir að þessi spá var birt opinberlega, hljóp Jim Ryun á 3.51,3 mín. Bandaríkjamaðurinn Dwight Stones fagnar heimsmeti sínu í hástökki — 2,30 m. — Marg- ir höföu talið að met Valeri Brumel — 2,28 m. — yrði „Metúrsalem", en það stóð ekki nema í 10 ár. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.