Skinfaxi - 01.06.1975, Side 30
Nýr Ljósberi
Þá barst skrifstofu UMFÍ ársrit Umf.
íslendings 1974 sem heitir „Nýr Ljósberi".
Þettta er fjölritað blað, 21 siða og kápa,
vandað að allri gerð. Blaðið er gefið út
nú í vor. Blaðið skýrir frá margþættu
starfi félagsins sem virðist mjög liflegt.
Nefndir félagsins birta skýrslur sínar um
starfið á liðnu ári, og er þar margt fróð-
legt að finna. Söguleg atriði eru rifjuð
upp og hagyrðingar létta lesendum skap-
ið. Umf. íslendingur mun áður hafa gefið
út blað með þessu nafni, og verður ekki
annað sagt en að endurreisn blaðsins fari
vel af stað. í ritnefnd eru: Gyða Berg-
þórsdóttir, Bjarni Vilmundarson og Sturla
Guðbj artsson.
Vel má vera að fleiri félög gefi út fjöl-
rituð blöð af þessu tagi, en við þökkum
boigfirsku félögunum fyrir sendingarnar
og óskum þeim velfarnaðar í áframhald-
andi útgáfustarfsemi. Útgáfa félagsblaða
er mikilvægur þáttur i félagsstarfi og
getur verið áhrifamikil til kynningar á
öllum þáttum starfsins.
HSK
53. héraðsþing Héraðssambandsins
Skarphéðins var haldið i Gunnarshólma
í Austur-Landeyjum 22. og 23. febrúar
sl. Þingið sátu um 60 fulltrúar frá 22
ungmennafélögum auk stjórnar sam-
bandsins og gesta. Meðal gesta þingsins
voru Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFÍ,
Sigurður Geirdal, frkvstj. UMFÍ, Hann-
es Þ. Sigurðsson, ritari ÍSÍ, Hermann
Guðmundsson, frkvstj. ÍSÍ, Jónas Sig-
urðsson, form. ÆSÍ, Erlendur Árnason,
oddviti A-Landeyjahrepps og Ólafur
Sveinsson, form. fjárveitingarnefndar
Rangárvallasýslu. Fluttu þeir ávörp á
þinginu.
Á þinginu gengu hvö félög í héraðs-
sambandið. Þau voru Ungmennafélagið
Framtíðin í Djúpárhreppi, og íþróttafé-
lagið Stígandi í íþróttakennaraskóla fs-
lands, Laugarvatni.
Ársskýsla héraðssambandsins 1974, var
lögð fram á þinginu. Hún er 74 bls. að
stærð, fjölrituð með myndskreyttri kápu
og tveimur síðum með myndum frá
starfi sambandsins.
Á sl. ári var starf HSK með mesta og
fjölbreyttasta móti. Má t. d. nefna, að
sambandið efndi til keppnisferða til
Danmerkur fyrir frjáls'þróttafólk sam-
bandsins. Um 35 manns tóku þátt í ferð-
inni sem stóð í viku. Skarphéðinsfólkið
var sigursælt í ferðinni. HSK veitti
ferðafólki fyrirgreiðslu i Þjórsárdal um
hv tss’jnnuhelgina að beiðni Æskulýðs-
ráðs ríkisins. Héraðssambandið starf-
ræti sumarbúðir HSK að Laugarvatni 9.
árið í röð. Þátttakendur voru fleiri en
nokkru sinni fyrr. Bláskógaskokk HSK
fór fram eins og undanfarin ár. HSK
stóð fyrir 9 félagsmálanámskeiðum Fé-
legsmálaskóla UMFÍ. Þátttakendur voru
alls 171. Sambandið vann að landgræðslu
og melfræssöfnun á svipaðan hátt og
undanfarin ár. íþróttastarfsemin var þó
langviðamesta starfsemi HSK á sl. ári.
Þær íþróttagreinar sem voru á dagskrá
hjá sambandinu voru: frjáls'þróttir,
sund, knattspyrna, blak, körfuknatt-
leikur, handknattleikur, lyftingar, skák
og bridds.
Héraðssambandið hafði í fyrsta sinn
framkvæmdastjóra og opna skrifstofu
allt árið, i húsnæði sambandsins á Sel-
fossi. Framkvæmdastjóri er Guðmundur
Guðmundsson.
30
SKINFAXI