Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Síða 6

Skinfaxi - 01.08.1977, Síða 6
 Xovdisk I /> \ Samorgan isalion tbv f ngdoinsavbvjdv , NSU kynnir aðildarfélög sín Á þessu sumri kom út á vegum NSU litprentaður bæklingur þar sem kynnt eru þau félög sem mynda þetta sam- band norrænna ungmennahreyfinga. NSU var stofnað 1947 af nokkrum landssamtökum æskufólks á Norður- löndum, einkum ungmennafélögum, í þeim tilgangi að skipuleggja og auka samskipti sín á milli. Áður höfðu sam- skipti þeirra verið tilviljanakennd og laus í reipunum, en þau hófust miklu fyrr, t.d. var fyrsta norræna ung- mennavikan haldin í Danmörku 1935. í dag eru 12 landssamtök í NSU og eru um 1 milljón félaga innan þeirra vébanda. Samskipti aðildarfélaganna byggj- ast á sameiginlegum verkefnum eins og norrænni ungmennaviku, norrænni ungbændaráðstefnu, margs konar sameiginlegum námskeiðum og í- þróttaheimsóknum milli aðildarsam- banda svo eitthvað sé nefnt. Fram- kvæmd þessara verkefna er látin vera til skiptis í löndunum og hefur t. d. UMFÍ verið gestgjafi allra þessara verkefna, að aðalfundi NSU undan- skildum. UMFÍ hefur átt mann í stjórn NSU frá 1972, núverandi stjórnarmað- ur er Jóhannes Sigmundsson. Til glöggvunar verða hér talin upp að- ildarfélög NSU. ísland, Ungmennafélag íslands. Danmörk: Sydslesvigs danske Ung- domsforeninger; De Danske Gymna- stik og Ungdomsforeninger; Dan- marks Landboungdom og Danmarks 4 H. Sviþjóð: Riksforbundet Sveriges 4 H. Finnland: Kinnlands Svenska 4H; Suomen nuorison Liitto; Suomen 4 H Liitto; Finnlands Svenska ungdoms- forbund. Noregur: Norges Bygdeungdomslag; Norges Ungdomslag; Norske 4 H. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.