Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1977, Side 7

Skinfaxi - 01.08.1977, Side 7
-'l Á FERÐ UM SOVÉTRÍKIN Snemma á þessu vori barst Æsku- lýðssambandi íslands boð frá Sovéska æskulýðssambandinu um að senda þriggja manna nefnd til Sovétríkj- anna i júlímánuði. Boð þetta var þegið með þökkum þar sem því fylgdi ekki svo mikill kostnaður, aðeins þurfti að greiða fargjaldið þil Kaupmannahafn- ar, allt annað greiddi Sovéska æsku- lýðssambandið. Æskulýðssamband ís- lands óskaði eftir því við aðildarsam- bönd sín að þau tilnefndu fulltrúa i ferð þessa. Helmingi fleiri umsóknir bárust en unnt var að koma í ferð ina svo gengið var til kosninga á stjórnarfundi hjá ÆSÍ til þess að skera úr um það hverjir hnossið hrepptu. Niðurstöður þeirra kosninga urðu þær að sá er þetta ritar og þeir Gylfi Kristinsson SUF og Þorsteinn Magn- ússon ÆAB skyldu hljóta þann heið- ur að láta Rússa dekra við sig í viku- tima í júlímánuði, nánar tiltekið frá 7.---14. júlí. í MOSKVU Þoka hvíldi yfir Moskvuborg þegar þotan, sem meðal annarra farþega, hafði þrjá íslendinga meðferðis, bjó sig undir að lenda. Ferðin, sem í reynd- inni hafði ekki tekið nema 2 y2 tíma, en samkvæmt reglum um tímabreyt- ingu 41/2, var senn á enda. Þá stöndum við á rússneskri grund. Strætisvagn, ekki af nýjustu gerð, rennir að landgangi flugvélarinnar og aðsópsmiklar valkyrjur benda okkur að stíga upp í hann. í flugstöðinni, sem er geysimikil bygging, er mikill ys og þys, en áður en inn í þann ys verður komist verður að fara í gegnum vegabréfaskoðun. Sú skoðun reynist bæði löng og ítar- leg, kannski ekki nema von, aldrei að vita hverju búast má við frá íslandi. Sem við stöndum þarna heyrist sagt á islensku: „Er þetta ekki íslenska sendinefndin?“ Við hrukkum hálft í hvoru við, áttum einhvern vegin ekki von á að heyra íslensku á þessari stundu. Þarna var þá kominn túlkur- inn okkar Arvo Allas ásamt móttöku- nefndinni, Andrei Filipov, varaform. Sovéska æskulýðssambandsins og Vladimir Sjisjkin starfsmanni Finn- landsdeildar sambandsins. Arvo átti eftir að verða okkur mikil stoð og í Moskvu. Einn bílanna sem ók okkur, fyrir framan hótelið sem við dvöldumst á í seinna skiptið. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.