Skinfaxi - 01.08.1977, Page 13
Börnin og stjórnendur þeirra kepp-
ast við að skemmta okkur þessa dags-
stund sem við dveljum þarna, með
söng, hljóðfæraleik og dansi. Þá er
okkur boðið til keppni í knattspyrnu,
þ.e. okkur þremenningunum í sendi-
nefntíinni, túlkinum Arvo og Vladi-
mir. Við leggjum ótrauðir til keppni
og að sjálfsögðu sigrum við, þótt það
sé ekki fótboltakunnáttu að þakka, en
það er önnur saga.
Við fræðumst einnig um starfsemi
búðanna og skoðum híbýlin, þar sem
börnin sofa og matast á meðan dvöl
þeirra stendur. Læknir hefur aðsetur
í búðunum, fylgist hann með heilsu-
fari barnanna, en aúk þess vegur hann
þau og mælir við upphaf og endi dval-
ar þeirra. Sagði hann að undantekn-
ingarlaust þyngdust þau þann tíma
sem þau dveldu þar. íþróttastjóri hef-
ur umsjón með íþróttakennslunni og
tónlistarkennari hefur umsjón með
tónmenntuninni, og flokksstjóri er yf-
ir hverjum 12 barna hópi.
í æskulýðsbúðunum.
Þegar við yfirgefum búðirnar eftir
að hafa þegið kræsingar, er tekið að
rökkva. Börnin hafa aftur komið sér
fyrir meðfram stígnum og nú til að
kveðja okkur. Með óminn af hljóð-
færaleik og söng ökum við út í myrkrið
í átt til borgarinnar.
Annar dagur veru okkar í Georgíu
er sunnudagur. Það vekur athygli
okkar að verslanir eru opnar sem á
virkum degi væri, enda þótt sunnu-
dagur sé almennt frídagur.
Dagskrá þessa dags hefst með því
að við göngum á fund 2. ritara Kom-
sómól deildar Georgíu, sem fræðir
okkur um stofnun, störf og stefnu
þessarar fylkingar ungs fólks þar í
ríki.
Svipaða fundi sitjum við á hverjum
degi þann tíma sem við dveljum i
Georgíu, einn til tvo á dag. Þeir sem
við hittum þannig að máli eru m.a.
ritari æðstaráðs Georgíu og ritari Al-
þýðusambandsins. Á þessum fundum
kemur margt fróðlegt fram sem of
SKINFAXI
13