Skinfaxi - 01.08.1977, Side 18
Ungmennafélag
á höfuðborgarsvæði
Viðtal við Kristján B. Þórarinsson,
formann Umf. Víkverja, Reykjavík
Kristján B.
Þórarinsson.
— Kristján, nú hafði Umf. Víkverji
nær eingöngu glímu á dagskrá þar til
á síðasta hausti er fitjað var upp á
ýmsum nýjungum í starfseminni.
Hverjar voru þessar nýjungar og
hvernig hefur gengið að koma þeim á?
— Á síðast ári ákvað stjórn Umf.
Víkverja að stefna að aukinni starf-
semi. I,angaði okkur til að gera tilraun
með fleiri íþróttagreinar og tryggja á
þann hátt undirstöðu ungmennafé-
lagsstarfseminnar á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrir valinu urðu skák og
frjálsar íþróttir. Við fengum góða
leiðbeinendur og með þeirra aðstoð
tókst að koma á samfelldu starfi, með
þeim árangri sem okkar bjartsýnustu
félagar þorðu ekki að hugsa um í upp-
hafi. Við eygjum því tækifæri til skjóts
frama ef fram fer sem horfir. íþrótta-
fólkið er ungt og fullt áhuga.
— Hvernig hefur starfinu verið hag-
að í sumar?
— Eins og ég sagði áðan hefur náðst
vonum betri árangur til dæmis muh
skáksveit Víkverja tefla til úrslita á
Skákþingi UMFÍ nú í haust. Árangur
af starfi frjálsíþróttadeildarinnar
kemur ekki í ljós strax, en við vonumst
til að geta sent kröftugt lið á næsta
Landsmót UMFÍ. Æfingar voru mjög
fjörugar í fyrra vetur, en vegna að-
stöðuleysis höfum við orðið að láta
fara lítið fyrir okkur í sumar en eyða
þeim tíma í staðinn til að huga betur
að framtíðinni. í deildina eru skráðir
um 70 manns og voru sjaldan færri en
20—25 manns á æfingum hjá okkur í
Baldurshaga í fyrra vetur en við æfð-
um þar á fimmtudagskvöldum.
— Telur þú að þörfin fyrir ung-
mennafélög sé sú sama á höfuðborg-
arsvæðinu og úti á landsbyggðinni?
— Það er min skoðun að ungmenna-
félög séu nauðsynleg hvar sem er á
landinu en spurningin hlýtur ávallt
að vera hvernig sú starfsemi sé saman
sett. Ef til dæmis Umf. Víkverji hefði
yfir nægu fjármagni að ráða, þá gæti
starfsemin orðin mun meiri.
— Hvað eru margir félagar í Vík-
verja í dag?
— Eins og ég vék að áðan þá hefur
Víkverji verið að auka og breiða út
starfsemi sína. í framhaldi af þeirri
starfsemi hefur orðið aukning á fjölda
18
SKINFAXI