Skinfaxi - 01.08.1977, Page 22
þeir er barist hafa fyrir því að fá þessa
aðstöðu fullbúna.
Og keppnin hefst. Margar greinar í
gangi, gamla kempan Krling Jóhannes-
son er mættur i kúluvarpið og hefur þar
með sitt 26. keppnisár. f 200 m. hlaupi,
sem er ný keppnisgrein á héraðsmóti,
verða tveir hnífjafnir, Jónas Kristófers-
son, Ólafsvík og Bjartmar Bjarnason,
Stykkishólmi. Þeir vilja fá úr þvi skorið
hvor sé betri og ákveðið er að þeir hlaupi
til úrslita síðar um daginn. í því hlaupi
er Jónas sá sterki og Vikingur hlýtur 4
stig en Snæfell 3.
María Guðnadóttir íþróttamaður HSH
’75 og ’76 sýnir og sannar að hún er i
góðri þjálfun, fer léttilega yfir 1.68 m.
í hástökki og nýtt héraðsmet er í höfn;
hækkað er i 1.70 en það verður henni of-
viða að sinni þó ekki muni miklu.
Veðrið er eins og best verður á kosið.
logn og hiti, sólin veður í skýjum en tekst
öðru hverju að finna sér skýlausan blett
á himnum og hellir sér yfir keppendur
og áhorfendur sem dásama veðrið hátt
og í hljóði; þulurinn tilkynnir að sett
hafi verið nýtt héraðsmet i kúluvarpi
kvenna, þar er að verki Kristin Bjarg-
mundsdóttir sem nú mætir til leiks eftir
Bárður Tryggvason og Pálmi Frímansson koma
í mark í 1500 m. hlaupinu.
Síðasta hönd lögð á
verkið. Gylfi Magnús-
son leggur dregil á
atrennubrautina.
6 ára hlé, sjálf átti hún fyrra metið,
spurningin er bara á hverju hún hafi æft
sig þessi ár. Dagurinn liður og mótið
22
SKINFAXI