Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Síða 7

Skinfaxi - 01.02.1978, Síða 7
UMFÍ eignast eigið Eins og lesendum Skinfaxa er kunn- ugt þá samþykkti síðasta þing UMFÍ tillögur þess efnis að stjórn UMFÍ skipaði nefnd til að vinna að því að UMFÍ kæmist í eigið húsnæði með starfsemi sína hið bráðasta. Nefnd þessi var siðan skipuð fljótlega eftir þing en í henni sitja eða öllu heldur vinna og hafa unnið þeir Pálmi Gísla- son, Gunnar Sveinsson og Valdimar Óskarsson. Árangur þeirra starfs varð sá að UMFÍ undirritaði samning um kaup á 3. hæð húseignar að Mjölnis- holti 14, sem þar er í smíðum þann 9. desember sl. Seljandi er Kristján Finnsson, húsasmíðam. Hæðin er keypt fullfrágengin að utan og innan og miðað við það í samningi að hún verði afhent 1. júní á þessu ári. Kaup- verð er 17 milljónir. Skinfaxi leitaði til Pálma Gíslason- ar formanns húskaupanefndar með nokkrar spurningar varðandi húsa- kaupin. — Hvernig gekk að finna hentugt húsnæði, Pálmi? — Þegar nefndin hóf störf í byrjun vetrar hafði nýlega farið fram ítarleg könnun á fasteignamarkaðnum hér í Reykjavík af Skáksambandi íslands, sem var að leita sér að hliðstæðu hús- næði og við fengum aðgang að þeim húsnæði Pálmi Gíslason athugunum og tilboðum og virtist okkur að aðeins eitt húsnæði kæmi til greina af því sem í boði var. Á meðan leitað var eftir samkomulagi um verð kom húseignin að Mjölnisholti 14 í sölu. Við sáum þegar að hér var um mjög hagstæð kaup að ræða. Við gerð- um síðan tilboð með fyrirvara um samþykki stjórnar, en settum um leið auglýsingu í blöð, þar sem við auglýst- um eftir húsnæði. Þótti okkur það rétt ef eitthvað annað væri á leiðinni á markaðinn. Sú auglýsing sannaði enn betur fyrir okkur að við værum á réttri leið með Mjölnisholtið. Hús- byggjandinn gekk síðan í öllu að okk- ar tilboði og kaupsamningur var gerður. Ég held að óhætt sé að fullyrða að það hafi verið mikill kostur að komast í nýtt húsnæði og það er líka mikils virði að fá sjálfir að ráða innrétting- um húsnæðisins. — Ertu ánægður með staðsetning- una? — Það verður að teljast sérstök heppni að hafa fengið svo góða stað- setningu á nýrri byggingu. Það er mik- SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.