Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 8
ill straumur fólks utan af landi sem á leið til þjónustumiðstöðvar UMFÍ og því er nauðsynlegt að slík starfsemi fari fram miðsvæðis. Þá er mikið af bílastæðum alveg við húsvegginn. — Hvernig eru kaupin fjármögnuð? —Það var samdóma álit okkar að þessi fjármögnun mætti ekki hefta starfsemi UMFÍ, og því þyrfti að safna þessu fé að mestöllu leyti með fjár- framlögum vinveittra aðila. Við fáum myndarlegt framlag frá Félagsheim- ilasjóði, en þurfum þrátt fyrir það að safna 10—12 milljónum króna. í því sambandi höfum við skrifað öllum ungmennafélögunum, héraðssamb- öndunum, bæjar- og sveitarstjórnum og samvinnufélögum. Síðar munum við skrifa þeim einstaklingum sem ungmennafélögin og héraðssamböndin ná ekki til og við teljum að vilji veita málinu lið. Þó þessar beiðnir séu ný- farnar út, hefur þegar borist talsvert af framlögum og við vitum um marga aðila sem eru að póstleggja fé til okk- ar. — Býður þetta húsnæði upp á aukna möguleika fyrir þjónustu UMFÍ við aðildarsamböndin? — Það er ijóst að sú aðstaða sem UMFÍ hefur haft á Klapparstíg 16 er orðin alltof lítil og að mörgu leyti ekki hentug til svo umfangsmikils starfs sem þar hefur farið fram. — Að lokum, Pálmi. Er ástæða til að líta á þetta framtak sem lokatak- mark? — Ég held að þörf UMFÍ hvað hús- næði viðvíkur sé borgið í bili og rétt að koma þessari þjónustumiðstöð í endanlegt form áður en hugsað er til frekari framkvæmda. Það mætti reyndar hugsa sér að UMFÍ réði yfir húsnæði þar sem íþróttahópar utan af landi gætu gist, en slíkur rekstur hlýt- ur að verða kostnaðarsamur, þar þyrfti m.a. að hafa húsvörð. Kannski verður það samt næsta skrefið, að kaupa hentugt húsnæði til slíkrar þjónustu. Þá má ekki gleyma þeirri aðstöðu sem við höfum í Þrastalundi, þar væri vissulega þörf á framkvæmd- um. En ég held að við ættum að anda rólega næstu 2—3 árin og láta allar aðrar byggingarframkvæmdir bíða í bili. G.K. Þann 7. febrúar sl. höfðu eftirtaldir aðilar gefið í Húsbyggingarsjóð UMFÍ: UMSK.......................... 50.000 UMSE ......................... 50.000 HSÞ........................... 50.000 Umf. Máni..................... 30.000 íþr.fél. Hörður............... 10.000 íþr.fél. Höttur .............. 10.000 Golfkl. Hornafjarðar.......... 10.000 Umf. Afturelding.............. 25.000 Umf. Geisli .................. 25.000 Umf. Leifur heppni............ 25.000 Kaupf. Húnvetninga ........... 50.000 Sölufél. A-Húnvetninga .... 50.000 Selfosshreppur............... 100.000 Hafsteinn Þorvaldsson ....... 200.000 Jón Guðbjörnsson ............ 100.000 Páll Aðalsteinsson ........... 25.000 Bergur Torfason............... 30.000 Snorri Sigfússon.............. 10.000 N. N.......................... 45.000 Ónefnd kona á Selfossi........ 10.000 UÍA .......................... 25.000 Landmannahreppur .............. 5.000 Samtals kr. 935.000 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.