Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 5
Keppnin hefst Hinn fyrsti keppnisdagur landsmótsins er runninn upp, sólin sendir árrisulum keppendum, liðstjórum og stjórnendum kveðju sína og gefur fyrirheit um bjartan og bliðan dag. Þeir sem borið hafa hita og þunga af undirbúningi þessa móts með Guðmund Jónsson framkvæmdastjóra í fararbroddi bíða spenntir eftir þvi að öll hjól taki að snúast og góða veðrið eykur öll- um bjartsýni. Og svo taka hjólin að snúast kl. 10 stundvíslega er allt í fullum gangi á mörg- um vígstöðum samtímis, blak í íþróttahúsi, knattspyrna á malarvelli og fundur farar- 5 Það er fimmtudagskvöld og farið að rökkva þegar Skinfaxi er á ferðinni um tjaldsvæði keppenda suður af kaupfélaginu á Selfossi. Þar iðar allt af lífi og fjöri, ungt fólk mép eftirvæntingu í svip ásamt sér eldri og reyndari mönnum keppast við að reisa tjaldborg sem vera á aðsetur þeirra og heimili þá þrjá landsmótsdaga sem fara í hönd. Ennþá eru rútur að koma fullar af kepp- endum og það er liðið nokkuð á aðfaranótt hins fyrsta keppnisdags áður en þeir sem lagt hafa af stað á fimmtudeginum eru komnir á áfangastað og lagstir til hvíldar. Keppendabúðir eru skipaðar að hefð- bundnum sið og hverju héraðssambandi ætlaður afmarkaður reitur og stærðin fer eftir fjölda keppenda hvers um sig. Það hafði komið í ljós nokkru fyrir að ekki kæmust allir fyrir á þessu svæði svo lið- stærsta sambandinu, UMSK, var úthlutað svæði á öðrum stað. í aðsetri mótsstjórnar í lausri stofu við barnaskólann kraumar kaffikannann og lætur sig ekki muna um að hafa til reiðu kaffi fyrir fjörutiu manns í senn og menn eru sopanum fegnir eftir langa ferð, svo er skrafað og spjalla, spekúlerað og spáð. Það líður þó senn að því að allir gangi til náða enda þarf að taka daginn snemma ef allt á nú að fara eins og best verður á kosið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.