Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1978, Side 10

Skinfaxi - 01.08.1978, Side 10
keppni í jurtagreiningu. Stella Guðmunds- dóttir, UMSK, reynist hafa mest vit á blómum, en Ketill Tryggvason, HSÞ, næst mest. Að beita línu svo vel sé er enginn leikur en þegar líka þarf að flýta sér er vissara að vera nokkuð klár. Það vefst ekki fyrir Gylfa Magnússyni, HSH, að samtvinna þetta hvorutveggja og tryggja sér sigur verðlaunin, þó má þar engu muna því þeir félagar Haraldur Benediktsson, UMSK, og Magnús Hreiðarsson, HSÞ, kunna sitthvað fyrir sér. Knattleikir í borðtennis er keppt til stiga í fyrsta sinn nú eins og í blaki. í kvennaflokki sigrar Guðrún Einarsdóttir, UMSK, og karla- flokki Jón Sigurðsson, UMFK, og bætir þar með nokkuð fyrir frammistöðu sinna manna í knattspyrnunni. í knattspyrnu heldur keppnin áfram. UMSK sigrar HSK 3:2, jafnt verður með HSH og UÍA og skorar hvorugt liðið mark, að siðustu sigrar UMSK knattspyrnumenn HSÞ 1:0. Nokkrir eftirmálar verða að leik þessum er þeir Þingeyingar þykjast hafa orðið þess varir að UMSK notast við óeðli- lega marga liðsmenn, þó ekki inni á vellin- um, þar eru þeir alltaf 11, en þess utan hafa þeir úr of mörgum að moða. Kæran fer fyrir dómnefnd sem ekki getur komið auga á neitt saknæmt og visar kærunni á bug. Þingeyingar, sárir mjög, draga sig út úr frekari keppni. Það kemur berlega í ljós að reglugerð sú sem sett er fyrir landsmót UMFÍ er að mörgu leyti gölluð þrátt fyrir að síðasta þing UMFÍ hafi þóst gera á henni verulegar umbætur. Nóg um það. í íþróttahúsinu nýja fer til skiptis fram keppni í körfubolta og blaki. Blakið er greinilega mjög vinsæl grein ef marka má þann áhorfendafjölda sem það dregur að sér. UMSK sigrar UÍA með tveimur hrinum gegn engri, og UMSE ber sigur af HSÞ 2:1. Það er þá orðið ljóst að HSK og UMSE munu keppa um fyrsta sætið en HSÞ og UMSK um þriðja og fjórða sætið. Handknattleikur kvenna er í fullum gangi á steypta planinu við barnaskólann. Þar sigrar UMSK lið Grindvíkinga 11:9 og HSÞ Njarðvíkinga 12:6. Að þessum leikj- um loknum er ljóst að UMSK og HSÞ munu keppa til úrslita um 1. og 2. sæti og UMFG og UMFN um 3. og 4. sæti. Skák. Úr því við erum við barnaskólann þá er rétt að líta inn fyrir til skákmannanna sem þar sitja og láta hávaðann úti fyrir lítið trufla sig. Tvær umferðir eru tefldar á þess- um degi og er staðan nú að lokinni þeirri síðari að UMSK er með 10 vinninga, HSS 9 1/2, UÍA 7 1/2, USAH 6 1/2, UMFB 5 1/2 og UV 5 vinninga. Glíma Úr gamla íþróttasalnum við barnaskól ann heyrast stympingar og stunur sterkra manna. Glíman virðist orðin nokkur horn- reka á landsmótum, aðeins þrjú sambönd senda keppendur til hennar, það eru HSÞ, HSK og Víkverji. Keppt er í þremur þyngdarflokkum. Um úrslit er getið á öðrum stað í blaðinu. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.