Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 46
Gestir þingsins voru Hermann
Guðmundsson framvkæmdarstjóri ÍSL
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarmaður ÍSÍ,
Guðmundur Benediktsson fyrrverandi
stjórnarmaður UMSE og Þórunn Magnús-
dóttir skólastjóri Svalgarðsstrandarskóla.
í Svalbarðsstrandarskóla naut UMSE
ágætrar aðstöðu og Ungmennaf. Æskan
veitti góða aðstoð við þinghaldið. í þinglok
bauð Ungmennaf. Æskan til ágætrar
veislu.
Kaupfélag Svalbarðastrandar gaf UMSE
allt fæði er þingfulltrúar neyttu yfir þing-
dagana og var það höfðingleg gjöf.
í sambandi við þingið efndi UMSE til
kvöldvöku þar sem fram fóru ýmiss konar
skemmtiatriði, meðal annars léku félagar úr
Æskunni einþáttung og barna-
skólanemendur voru með tískusýningu. Á
kvöldvökunni var kunngjört að Aðalsteinn
Bernharðsson úr Umf. Framtíð hefði verið
kjörinn íþróttamaður UMSE 1977, og við
þetta tækifæri var afhentur eignargripur til
hans frá UMSE, en Aðalsteinn gat ekki
tekið við gripnum sjálfur, þar sem hann var
að keppa með landsliðinu í blaki, í Færeyj-
um, en formaður Framtíðar tók við gripn-
um fyrir hans hönd.
Aðalsteinn hefur verið í fremstu röð
íþróttamanna UMSE og landsins nú
síðustu ár og er vel að þessum heiðri
kominn.
Á kvöldvökunni var Umf. Reyni af-
hentur Sjóvábikarinn, sen félagið hlaut
flest stig úr mótum UMSE á sl. ári. Var
þetta í þriðja sinn í röð sem félagið hlýtur
bikarinn og vann hann því til eignar. Þá var
Umf. Árroðinn afhentur félagsmála-
bikarinn fyrir gott félagsstarf á liðnu ári.
Góð gjöf.
Á kvöldvökunni afhenti Guðmundur
Benediktsson, Svalgarðseyri gjöf til UMSE
sem var fundarhamar smíðaður af bróður
hans, Sigmari Benediktssyni.
Er fundarhamar þessi mikill kjörgripur
og eiga þeir bræður þakkir skyldar fyrir
hlýhug til Ungmannasambands Eyja-
fjarðar.
Haukur Steindórsson, Þríhyrningi, sem
hefur verið í stjórn UMSE síðastliðinn 16
ár, fyrst sem ritari og nú síðustu 5-ár sem
formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar
baðst undan endurkosningu.
Var Hauki þakkað fyrir mikil og góð
störf á liðnum árum í þágu Ungmennasam-
bandsins og honum og fjölskyldu hans
óskað allra heilla. Formaður var kosinn
Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Önguls-
stöðum, varaformaður Vilhjálmur Björns-
son Dalvík, gjaldkerfi Birgir Jónasson
Hrafnagilsskóla, ritari.
Magnús Kristinsson, Akureyri og
meðstjórnandi Þórir Snorrason Akureyri. í
varastjórn: Árni Arnsteinsson, Felix
Jósafatsson og Halldór Sigurgeirsson.
Framkvæmdarstjóri Ungmennasam-
bands Eyjafjarðar er Halldór Sigurðsson
kennari við Þelamerkurskóla.
í Ungmennasambandi Eyjafjarðar eru
15 félög með 1115 félaga innan sinna
vébanda.
Fréttatilkynning frá UMSE.
46
SKINFAXI