Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 17
Fréttabréf frá Tálknafiröi Hér á Tálknafirði var stofnað ung- mennafélag þann 1. júlí sl. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að reyna að hressa upp á iþrótta- og félagslífið, því það hefur verið heldur dauft í seinni tíð. Hér voru aðstæður til íþróttaiðkana frekar slæmar, aðeins lélegur malarvöllur. En eftir að félagið var stofnað rættist heldur úr því, við fengum til afnota túnskika sem hrepp- urinn á, og var þar búinn til iþróttavöllur með öllu tilheyrandi. Hvort hér væru ein- hverjir afreksmenn á íþróttasviðinu vissum við lítið svo ráðist var í það að halda mót til þess að skera úr um það. Mótið var haldið 16. júli sl. Þátttaka var góð eða 41 kepp- andi. Þarna fuku hvorki íslandsmet né heimsmet en ef miðað er við að enginn hafði æft fyrir þetta mót var árangur nokk- uð góður. Einnig héldum við sundmót 30. júlí og tóku þátt í því 15 keppendur. Var þar rösklega synt. Nú standa yfir æfingar í frjálsum íþrótt- um og æfa unglingarnir fyrir Vestfjarða- mót unglinga sem haldið verður seinnipart- inn í ágúst. Einnig standa yfir æfingar í knattspyrnu 14 ára og yngri þar sem æft er fyrir árlegt mót sem fram fer á milli Pat- reksfirðinga, Barðstrendinga, Tálknfirðinga og Bílddælinga en það fer senn að hefjast. Þetta er svona smásýnishorn af lífinu hér og sést af því að það er ekki alger dauði yfir þessu nýja félagi. Sendum fréttir seinna. Sendum bestu framtíðaróskir til Ung- mennafélags íslands. Heiðar Jóhannesson Fréttir frá U.S.V.H. Ungmennasamband V-Hún. hélt ársþing sitt í byrjun maí. Þingið var haldið í Staðar- skála og sá ungmennafélagið Dagsbrún um þingið. Þingið sátu fulltrúar frá aðildar- félögum innan sambandsins. U.S.V.H. er lítið samband og eru ekki nema fjögur ung- mennafélög innan sambandsins. í skýrslu stjórnar kom fram að allnokk- urt íþróttastarf var í gangi á liðnu sumri, þá stóð sambandið fyrir spurningakeppni milli stjórna ungmennafélaganna veturinn 1976—1977 en engin starfsemi var í gangi á liðnum vetri. Helstu mál þingsins voru hvernig helst mætti auka starfsemi sambandsins og efla það. Fram kom á þinginu að starfsemi ung- mennafélaganna er með miklum blóma og ættu því að vera góðar horfur á að starf- semi sambandsins verði góð. Formaður sambandsins, Grétar Árna- son, gaf ekki kost á sér áfram. Núverandi stjórn skipa: Formaður: Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu. Varaformaður: Sigfús Jónsson, Laugar- bakka. Gjaldkeri: Þorsteinn Sigurjónsson, Reykj- um. Ritari: Björn Sigurvaldason, Litlu- Ásgeirsá. Meðstjórnandi: Sigurður Björnsson, Hvammstanga. Með bestu félagskveðjum frá U.S.V.H. Gunnar Sæmundsson SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.