Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 45
og Búnarfélag Glæsibæjarhrepps í Hlíðar-
bæ, i kvöldvökuformi, og var mjög fjölsótt.
Var það mál manna, að hátíð þessi hefði
verið einkar ánægjuleg og áhugi fyrir því
að halda áfram á sömu braut.
Utihátíð var haldin á Melgerðismelum í
ágúst, tókst hún vel í blíðskaparveðri en
þar komu fram meðal annarra þau Jón L.
Árnason og Guðlaug Þorsteinsdóttir skák-
menn og tefldu með lifandi skákmönnum.
Þá gat framkvæmdastjóri þess að á
síðasta ári hefði verið gerð tilraun til
aukinnar kynningar á ársriti UMSE með
þvi að gefa ársritið inn á hvert heimili í
héraðinu og til allra félagsmanna innan
UMSE er búsettir eru á Akureyri og
Dalvík. Tóku félagsmenn ritinu vel og
hefur þetta án efa kynnt málefni Ung-
mennasambandsins vel.
Að síðustu þakkaði framkvæmdarstjóri,
fyrir hönd forráðamanna UMSE, öllum
þeim er lagt höfðu sambandinu lið á árinu.
Jóhannes Sigurgeirsson gjaldkeri UMSE,
gerði grein fyrir reikningum sambandsins.
Þar kom fram að erfiðleikar hafa verið í
rekstri sambandsins og ber t.d. að nefna
hve kostnaður við ferðalög á mót og fl. hef-
ur margfaldast á síðasta ári. Ýmiss annar
kostnaður í rekstri hefur einnig vegið
mikið.
Öll sveitarfélög á sambandssvæðinu
styrktu UMSE með fjárframlögum á
síðasta ári.
Þingið markaði og afgreiddi starfsáætlun
fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt henni
mun starfið verða með líkum hætti og und-
anfarin ár. En sérstök áhersla var lögð á
öflugt unglingastarf og útvegun leiðben-
enda í íþróttum en mikill skortur virðist
vera á þeim.
Ákveðið var að standa sem best að þátt-
töku á landsmóti UMFÍ er haldið verður á
Selfossi í júlí í sumar og vinna síðan mark-
visst að veglegu landsmóti á Dalvík en þar
verður landsmót haldið 1981 í umsjá
UMSE.
Á þinginu kom fram mikil óánægja með
vegamál í héraðinu og skorað á forráða-
menn vegagerðarinnar að sjá um að gert
verði verulegt átak til viðhalds og endur-
nýjun vega og brúa í héraðinu. Þingið lýsti
yfir stuðningi sínum við hin nýstofnuðu
samstök S.Á.A. og hvetur að áfram verði
unnið að bindindismálum á vegum UMSE
og félaga þess. Þá skoraði þingið á sam-
bandsfélögin að vinna sem best að gróður-
vernd og landgræðslu.
Ákveðið var að standa fyrir tveggja daga
útihátíð að Melgerðismelum um mánaða-
mótin júní-Júlí með þekktum skemm-
tikröftum.
SKINFAXI
45