Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 44
Síðbúnar þingfréttir frá UMSE Ársþing UMSE var haldiö l.og2. apríl síðastliðinn og var það 57. ársþing sam- bandsins. Þingið var haldið í Barnaskóla Svalbarðs- strandar á Svalbarðsströnd en þar var aðstaða öll hin besta,fyrir þinghald og fyrir- greiðsla öll til fyrirmyndar. Formaður UMSE Haukur Steindórsson, setti þingið og i setningarávarpi sínu gat hann helstu þátta í starfi sambandsins á sl. ári og ræddi nokkuð um framtíðarverk- efni þess. Einnig minntist hann tveggja manna er látist höfðu frá síðasta ársþingi sambandsins, þeirra Júliusar Oddssonar frá Akureyri sem búinn var að leikstýra mörgum leikritum hjá ungmennafélögum innan UMSE og Ármanns Dalmannssonar, fyrrverandi skógarvarðar Akureyrar og risu fulltrúar úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Forsetar þingsins voru kjörnir Haukur Halldórsson og Bergur Hjaltason, en ritarar Magnús Kristinsson, Árni Óskarsson og Hanna Dóra Ingadóttir. Fjölþætt starf Halldór Sigurðsson framkvæmdarstjóri UMSE flutti starfsskýrslu sambandsins fyrir sl. ár og hann gat þess í upphafi ræðu 44 sinnar að hann hefði tekið við þessu starfi um miðjan mai á sl. ári. í starfsskýrslunni kom í ljós að starf- semin var mikil og fjölþætt, en mesta starfið var þó á sviði íþrótta. Fyrir utan öll hin hefðbundnu mót sem eru á vegum sam- bandsins, tók UMSE á móti íþróttafólki úr A.A.G. frá Danmörku og hélt mót á Ár- skógsvelli með þátttöku þeirra og okkar besta frjálsírþóttafólki. Einnig tóku þátt í þessu móti margir sterkustu frjálsíþrótta- menn á Norðurlandi. UMSE varð í öðru sæti í bikarkeppni FRÍ á Selfossi og einnig á Norðurlands- mótinu en þar urðu þó stúlkurnar frá UMSE í fyrsta sæti. Hólmfríður Erlingsdóttir var valinn í lið UMFÍ er keppti við AAG á Kópavogsvelli og stóð hún sig með mestu prýði. Einnig var Aðalsteinn Bernharðsson valinn en hann gat ekki keppt vegna vinnu sinnar. Knattspyrna var mikið stunduð og er enn vinsælasta keppnisgrein sambandsfélaga. Voru t.d. 3 lið á íslandsmóti, innan UMSE. UMSE var í fyrstu deild íslandsmótsins i blaki og stóð liðið sig allvel ef miðað er við hve erfiða æfingaaðstöðu blakliðið hefur. Bændasamkoma Eyfirðinga var haldin með nokkuð breyttu sniði. Var hún haldin í samráði við Búnaðarsamband Eyjafjarðar SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.