Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1978, Page 21

Skinfaxi - 01.08.1978, Page 21
Guðrún Sveinsdóttir sýndi mikla keppnishörku og sigraði bæði i 800 og 1500 m hlaupi og auðvitað á met- tíma. Við gripum Guðrúnu þegar færi gafst að lokinni keppni og fengum hana til að rabba við okkur. — Hvencer byrjaðir þú að stunda íþrótt- ir? Ég var 13 ára þegar ég keppti í fyrsta sinn. Það var á meistaramótinu hjá UÍA, þá keppti ég í 400 m hlaupi og vann, þar með hófst áhuginn á hlaupum fyrir alvöru. Hann hafði að vísu alltaf blundað í mér þó ég hefði ekki keppt fyrr. — Háföirþúþáekkertæftþig? Það var ekki um aðra æfingu að ræða þá en að hlaupa á eftir rollunum og ég hafði alltaf gaman af því að hlaupa. Eftir þennan sigur minn á meistaramót- inu tóku mótin við hvert af öðru, bikar- keppni, meistaramót og síðan landsmótið á Akranesi 1975. Þá keppti ég í 800 m hlaupi og varð í 7. sæti með tímann 2:34.6. Eftir landsmótið á Akranesi byrjaði ég strax að búa mig undir næsta landsmót, helstu æfingarnar voru þó mótin sem ég fór á en auk þess aðstoðaði Pétur Eiðsson mig við æfingar þess á milli. Um siðustu áramót byrjaði ég síðan að æfa á fullu en þá stóð ég frammi fyrir því að hætta alveg eða halda áfram og þá af fullri alvöru. Stefán Hallgrímsson hvatti mig eindregið til að halda áfram og þar sem ég var í Reykjavík við nám þá þurfti ekki aðstöðu- leysið að hindra. — A ttir þú von á því að sigra? Nú, ég bjóst aldrei við þvi í Vetur en stefndi þó að því að gera mitt besta. — Hvernig varð þérsvo við? Ég var að vísu búin að fá smá hugboð eftir árangurinn á meistaramótinu i vor en það var þó ekkert til að byggja á or ég bjóst við miklu harðari keppni nú. — Hvað er framundan af keppnum i sumar? Það er fyrst Kallot keppnin 1 Svíþjóð um næstu helgi, síðan Reykjavíkurleikarnir og Bikarkeppnin í 3. deild á Akureyri en við í UÍA erum enn í 3ju deild þar. Verðu þó vonandi breyting á í sumar. — Hvað með framtíðina, ætlar þú að halda áfram að keppa næstu árin? Ég er ákveðin í því að taka til við að undirbúa mig fyrir næsta keppnistímabil strax og þessu lýkur. Þegar við spurðum Guðrúnu að því hvort hún léti sig dreyma um stór takmörk eins og Ólympíuleikana i Moskvu 1980 þá hristi hún höfuðið og brosti, en sagði síðan „að hún hugsaði um það fyrst og fremst að bæta sig sem mest”. Það er verst hvað fer SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.