Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 22
mikill tími í þetta allt saman og vinnutapið er verst, ég verð t.d. núna að taka mér frí frá miðjum júlí til ágúst, ég er ekki viss um að allir verkstjórar væru jafn fúsir á að gefa frí og verkstjórinn þar sem ég vinn, í Hrað- frystihúsi Borgarfjarðar, ekki síst þar sem vinna hefur verið nóg i sumar. — Hvernig gengur henni þá að kosta sig ískólann næsta vetur? Ætli maður verði ekki bara að lifa á lánum segir hún þá og hlær við. Næst spyrjum við um félagið hennar í Borgarfirði eystra, UMFB, hvort þar sé mikill áhugi fyrir frjálsum íþróttum. Guðrún kveður já við og til marks um áhugann nefnir hún að árangur þeirra hjá UMFB á meistaramótum UÍA þar sem þau hafi verið i 1.—2. sæti heildarstiga sl. 10 ár og í fyrra unnið „bikarinn” til eigna. Það er sennilega vegna þess hvað við erum fámenn í Borgarfirði sem áhuginn hefur mest beinst að frjálsum íþróttum en auðvitað hefur góður árangur okkar verkað hvetjandi og ekki má gleyma Pétri Eiðssyni sem verið hefur mjög drífandi og hvetjandi, en Pétur er í stjórn UMFB og frjálsíþróttaráði UIA, segir Guðrún. Það má til gamans geta þess að við vorum átta frá UMFB í keppnisliði UÍA á landsmótinu og þangað fóru 7 verðlauna- peningar, þar af þrjú gull. Að síðustu spurðum við Guðrúnu hvernig henni hefði líkað við að keppa á landsmótinu? Hún sagðist vera mjög ánægð með landsmótið, þar gæfist tækifæri til að keppa við þá bestu af allri landsbyggðinni og mótin og fyrirkomulag þeirra eru mjög svo ánægjuleg. Nýir íþróttakennarar 34 nýir íþróttakennarar útskrifuóust frá Laugarvatni fyrr á þessu sumri og er myndin af því tiiefni. Fremsta röð frá vinstri: Linda Jónsdóttir, Jóhanna Þorgilsdótt- ir, Erna Jónsdóttir, Ingveldur Bragadóttir, Ósk Óskarsdóttir, Ólöf Elíasdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Rósa Þórisdóttir og Kolkbrún Ýr Bjarnadóttir. Önnur röð f.v.: Anna Lea Björns- dóttir, Unnur Sveinsdóttir, Sigriður Bjarnadóttir, Ing- ölfur Hannesson, Ólafur Gíslason, Örnólfur Oddsson, Guðjón Rúnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Júliusson, Valgerður Sigurðardóttir, Helga Gunnars- dóttir, Sigríður Jensdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir. Aftasta röð f.v.: Þórður Ólafsson, Sigurbjörn Mari- nósson, Rúnar Guðlaugsson, Ómar B. Stefánsson, Pétur H. Ingólfsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jens Einarsson, Ólafur Sigurðsson, Hilmar Pálsson og Markús Einarsson. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.