Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 9
karla. Þar sem Austfirðingar gera sér lítið fyrir og sigra í bæði karla- og kvennaflokki og að sjálfsögðu var það karlmaður í karla- flokki og kvenmaður í hinum. Steindór Tryggvason í þeim fyrrnefnda og Guðrún Sveinsdóttir í þeim síðarnefnda. Föstu- dagur líður að nóttu en laugardagurinn bíður. Laugardagur 22. júlí. Annar mótsdagur Enn skín sólin og allir anda léttar, strekk- ingsvindur auðveldar mönnum andardrátt- inn. Nú er keppnin hafin fyrir alvöru, aðal- dagurinn framundan hjá mörgum. Lands- mótsfréttir komnar út með úrslit í greinum frá deginum áður, og svo auðvitað stöðuna Danskur fimleikaflokkur frá Óðinsvéum sýnir listír sfnar. í heildarstigum. HSK hefur forystu með 48 stig, UÍ A er í öðru sæti með 32 stig og HSH í þriðja sæti með 29 stig. Og áfram heldur baráttan. Starfsíþróttir Þekking manna á dráttarvélum er könn- uð snemma morguns í barnaskólanum. Þau vilja loða við skólann, blessuð prófin. Síðar um daginn reyna hinir sömu hæfni sína undir stýri. Hvort tveggja er síðan strang- lega dæmt og sigurvegari úrskurðaður sá sem kemur úr Þingeyjarsýslu syðri og heitir Vignir Valtýsson. Hestar eru skoðaðir hátt og lágt á svæði þeirra hestamanna á Selfossi og í ljós kemur að þeir eiga úrvalshross þar syðra séu þau litin fagmannlegu auga. Svo fagmannleg eru þau augu að illa gengur að gera upp á milli þeirra. Þeir Atli Lilliendal, HSK, og Hermann Árnason, USVS, deila því 1. verðlaununum. 10 konur og 5 karlar keppast við að þekkja í sundur mismunandi jurtir og nefna þær á nafn, því mikið liggur við, í SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.