Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1978, Page 18

Skinfaxi - 01.08.1978, Page 18
Ávarp Ingva Ebenharðssonar forseta bæjarstjórnar Herra forseti íslands, virðulega forseta- frú, hæstvirtur menntamálaráðherra, stjórn Ungmennafélags íslands, góðir ung- mennafélagar og landsmótsgestir. í nafni bæjarstjórnar býð ég ykkur öll velkomin hingað að Selfossi á 16. landsmót ungmennafélaganna. Það er okkur Selfossbúum fagnaðarefni og mikill heiður að landsmótið skuli fara fram hér, að þessu sinni, svo mikill við- burður eru landsmót ungmennafélaganna. Frá því í byrjun þessarar aldar hafa ung- mennafélögin starfað að hverskonar menn- ingarmálum, þjóðfélaginu til mikillar bless- unar og ber að þakka slika starfsemi. Ræktun lands og lýðs hefur jafnan verið markmið ungmennafélaganna og er óhætt að segja, að árangurinn hafi verið góður. Þjóðleg og holl starfsemi hefur ætið verið hugleikin ungmennafélögunum, svo sem íþróttir, leiklist, sönglist, ferðalög, land- græðsla og náttúruvernd — svo nokkuð sé nefnt. íþróttirnar hafa jafnan skipað virðuleg- an sess í starfsemi ungmennafélaganna og er það vel. Þar er fyrst og fremst vett- vangur unga fólksins, æskunnar, sem á að erfa landið. — Skilningur almennings er nú mikill og vaxandi á gildi íþrótta og senni- lega er ekkert betra, til þess að fá æsku- fólkið inn á heillavænlegar brautir, en ein- mitt íþróttirnar — og ekki má gieyma þeirri heilsubót, sem iþróttaiðkanir veita ungum sem eldri. Ýmsar íþróttagreinar krefjast iþrótta- mannvirkja, sem eru dýr í byggingu og fellur það jafnan í hlut sveitarfélaganna að sjá fyrir byggingu þeirra og rekstri og segja má, að slík mannvirki séu nú talin sjálfsögð við uppbyggingu hvers sveitarfélags og ég er ekki í vafa um það, að góð íþróttaað- staða er hverju sveitarfélagi gulli betri. Selfoss varð sérstakur hreppur 1947 og kaupstaður í maí sl. Ég tel að hér hafi ráða- menn sveitarfélagsins fyrr og síðar sýnt íþróttunuin fyllsta skilning. Þetta íþrótta- svæði, þar sem við erum nú, var tekið í notkun 1951 og hefur stöðugt verið unnið að fullkomnun þess og endurbótum, allt til þessa dags. — Sundhöll Selfoss var tekin i notkun 1960 og útisundlaugin fyrir tæpu ári. Bygging íþróttahússins er nú á lokastigi og verður það notað á þessu landsmóti, þótt formleg vigsla þess hafi ekki farið fram. Það er von mín, að sú landsmótsaðstaða, sem Selfoss býður upp á, geti talist viðun- andi eða jafnvel góð. Það er einnig von mín, að hér verði háðar drengilegar íþróttir og að hér megi sannur íþróttaandi ríkja. — Þá er það ennfremur von mín, að allir keppendur á þessu landsmóti, svo og lands- mótsgestir eigi hér góðar stundir og ánægjulegar minningar frá 16. landsmóti UMFÍ á Selfossi. 18 SKIIUFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.