Skinfaxi - 01.08.1978, Qupperneq 16
vissulega stór, en hið félagslega átak sem á
bak við liggur hjá liðlega þrjú þúsund íbú-
um Selfoss, skluð þið ágætu mótsgestir
íhuga hver með öðrum.
Keppendur, starfsmenn og ágætu móts-
gestir, innlendir og erlendi, — verið öll vel-
komin til þessarar miklu þjóðhátíðar ís-
lenzkra ungmennafélaga sem hér er að hefj-
ast.
Hér eru mættir til leiks um 1100 íþrótta-
menn í keppnisgreinum og sýningarflokk-
um frá 20 héraðssamböndum og félögum
með beina aðild að UMFÍ og svo 45 manna
sýningarflokkur frá Danmörku.
Uppskeruhátíð skal það vera, að
þessu sinni er sviðið eða leikvangurinn Sel-
foss, yngsti kaupstaður landsins, uppskeran
allri auðlegð meiri, æskufólk úr öllum hér-
uðum landsins.
Forystumenn ungmennafélagshreyfing-
arinnar, leiðbeinendur og félagsleiðtogar
vona að hún beri fagurt vitni þeirri hugsjón
sem hreyfingin hefur barizt fyrir sl. 70 ár.
Við vonum einnig að það félagslega átak
sem að baki liggur við framkvæmd og þátt-
töku i þessu móti efli samtök okkar innan
frá um leið og við þökkum sívaxandi skiln-
ing og stuðning opinþerra aðila við starf-
semi ungmennafélaganna.
16. landsmót UMFÍ er sett. íslandi allt.
Timataka getur verið kalsamt starf.
íþróttabúöir HVÍ 1978
Fyrr á þessu sumri starfrækti HVÍ
íþróttabúðir að Núpsskóla en þetta er í
annað sinn sem slíkar búðir eru starfræktar
af þess hálfu. Alls tóku 100 börn þátt í
starfi búðanna en þær voru tvískiptar
þannig að 19.—29. júní dvöldu þar 62 þörn
á aldrinum 8—10 ára en 29. júní—8. júlí
38 börn á aldrinum 11 —13 ára.
Á íþróttabúðunum voru æfð ýmis konar
stökk, hlaup, köst, fimleikar, knattleikir,
sund og borðtennis. Farið var í göngu-
ferðir, hlaupið víðavangshlaup og haldnar
kvöldvökur sem börnin undirbjuggu sjálf.
Starfrækt var bókasafn og tómstundastofa
með ýmiskonar spilum og töflum.
Kennarar og stjórnendur iþróttabúð-
anna voru þau Georg V. Janusson, Anna
Bjarnadóttir, Hilmar Pálsson og Ólöf G.
Valdimarsdóttir.
16
SKINFAXI