Skinfaxi - 01.12.1978, Side 4
og forráðamönnum héraðssambanda, og einstakra ungmennafélaga, sem sumir
hverjir hafa sinnt þessum þætti mjög myndarlega. Þáfagna ég heils hugar endur-
heimtum áhugamanni og góðum félaga Guðmundi Guðmundssyni, sem kominn
er á ný ífræðslumálin með okkur, og vœnti ég mikils af samstarfinu við hann, og
veit að hann á eftir að marka tímamót með sínum skipulagstillögum í þessum
undirstöðuþættifélagsstarfseminnar.
Landshappdrætti UMFÍ hefur nú allt færst í aukana við þessi auknu umsvif
hreyfingarinnar, og skulum við vona að félaga okkar Pétri Eysteinssyni, fram-
kvæmdastjóra happdrættisins takist í góðri samvinnu við ykkur, og raunar alla
landsmenn, að selja upp eða því sem næst, það yrði vissulega virðulegur loka-
sprettur þessa viðburðaríka starfsárs í sögu UMFÍ.
Nýja starfskrafta á skrifstofunni bjóðum við velkomna til starfa, um leið og
við þökkum frábært starfframkvœmdastjórans okkarsem öllum þessum þráðum
sem ég hefi hér nefnt heldur í hendi sér og raunar fjölmörgum öðrum sem þið
þekkið, og óþarft er að fara um mörgum orðum í okkar hóp. Égget þó ekki stillt
mig um við þetta tækifæri að minnast á einn þeirra, og ef til vill þann þýðingar-
mesta. Ég hugsa að fáir forustumenn hreyfingarinnar og aðrir ungmennafélagar
viti eða geri sér grein fyrirþví hversu traustfjármálastjórn Sigurðar er, þráttfyrir
oftá tíðum takmörkuð fjárráð samtakanna og erfiða innheimtu.
Góðir félagar og heimamenn, ég þakka þá aðstöðu sem okkur er hér búin með
þennan Sambandsráðsfund UMFÍ. Það fer vel á því að vera hér og nú I heima-
byggð framkvæmdastjórans okkar, og stærsta ungmennafélags landsins Umf.
Breiðabliks.
Við skulum líka vona að samfundir okkar nú blási okkur nýjum lífsanda og
orku, eins og á Þingvöllum við Öxará haustið 1977, þá getum við og munum
fagna nýjum sigrum og auknu starf á næsta Sambandsþingi UMFÍ og I næstu
framtíð.
íslandi allt.
SK/NFAXI
óskar lesendum sínum
gleðilegra jóla, árs ogfriðar.
SKINFAXI