Skinfaxi - 01.12.1978, Side 8
-Ðanmerkurferð-
UMFÍ1978
í siðasta tbl. Skinfaxa var sant frá aödraganda og upp-
hafi ferðar frjálsiþróttafólks til Danmerkur að loknu
16. fandsmóti UMFÍ á Selfossi í boði AAG. Hér
verður frásógninni haldið áfram á öðrum degi ferðar-
innar.
I'ararstjórar I þessari ferð voru Hafsteinn Þorvaldsson
og Sigurður Geirdal, aðstoðarmenn Sigmundur Her-
mundsson og Gunnar Kristjánsson. Liðsstjórar Haf-
stcinn Jóhannesson og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir.
Þjálfari var Bobrow hinn rússneski sem hcfur verið
þjálfari hjá Breiðablik á þessu ári.
Frft 100 ■ hltapi i Jta Sverrisaoii ammr
M vMH «B HtaMr PMm M 1^1 ^reyta
þaraa fyrir U JM J'.t.
0
SKINFAXI
í Árósum
Það má nærri geta að þá tvo daga sem
hópurinn dvaldi í þessari stórborg hafi
verið í nógu að snúast og gestgjafarnir
kepptust við að gera sem best við gesti sína.
Farið var með hópinn víða um, sólin heill-
aði marga og sundmiðstöð varð vettvangur
sóldýrkendanna. Þegar hópurinn lá og flat-
magaði á grasbala á bökkum sundlaugar-
innar hlupu tveir danskir drengir framhjá,
gripu fyrir augun og hrópuðu í sífellu „við
fáum ofbirtu í augun” og náhvítir íslend-
ingarnir roðnuðu. Dýfingapallar heilluðu
og þótt tilburðir margra væru ekki beisnir
náðu nokkrir að sýna tilþrif sem ekki gáfu
eftir tilburðum dönsku peyjanna. Það vakti
athygli okkar að vatnið í sundlauginni var
mun kaldara en gengur og gerist hér heima.
Margt fleira þótti hinum dönsku gest-
gjöfum okkar við hæfi að sýna okkur, m.a.
ráðhúsið þar sem tekið var á móti hópnum
með nokkurri viðhöfn og var ekki að sjá að
frjálslegur klæðaburður íslendinganna
kæmi neinum til að hrökkva við.
í elsta hluta bæjarins var hópurinn leidd-
ur í gegnum nokkurs konar Árbæjarsafn. í
einni minjagripaversluninni þar fundum
við leirkrúsir með íbrenndum mannanöfn-
um og það þótti heldur en ekki merkilegt að
finna krús með sínu nafni úti i heimi og
þótti slík krús sjálfsagður minjagripur.
Farið var í skoðunarferð um höfnina í
einum af lóðsunum sem okkur var tjáð að
gerði slíkt sérstaklega fyrir okkur. En þá er
rétt að víkja að íþróttahliðinni, við vorum
þarna sem sé með frjálsíþróttafólk sem ið-
aði í skinninu eftir því að fá að spreyta sig á
danskri grund. Fyrri daginn fékk hópurinn
að taka þátt í dönsku innanfélagsmóti sem
fram fór á aðalvelli borgarinnar
„AARHUS STADION”. Það kom í ljós að
sumir voru sprækir og aðrir í rokna stuði
þar á meðal var íris Jónsdóttir sem stökk
1,75 m sem er UMFÍ met. Meðal keppenda
í hástökkinu var Danmerkurmeistarinn i
hástökki kvenna en met hennar er 1,85 m.
Að þessu sinni stökk hún 1,80 en átti ntjög
góða tilraun við 1,86. Karl West sigraði í
hástökki karla, í flóðljósum stökk hann
1,90 m.
Það var mörgum nýnæmi á því að keppa
á tartan-brautum og vöðvarnir ekki undir
það búnir að meðtaka langtímaáreynslu.
Rússneski þjálfarinn Bobrov sem með var í
ferðinni var óþreytandi við að nudda og
mýkja harða vöðva, jafnframt því sem
hann gaf góð ráð og stjórnaði léttum æfing-
um.
Á öðrum degi dvalarinnar í Árósum æfði
hópurinn með dönsku íþróttafólki á aðal-
vellinum og nutu þar leiðsagnar danskra
þjálfara. Um kvöldið átti svo hópurinn
ánægjulega kvöldstund með danska
Frá kcyptal á Aréwi lelfcrtngtimm.
SKINFAXI
9