Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1979, Side 6

Skinfaxi - 01.06.1979, Side 6
Þær stöllur Sigríður t.v. og Margrct til hægri. irlesarar hafa komið frá hinum ýmsu félögum og embættum, svo sem stjómmálaflokkum, UMFÍ, þá hafa komið fangaprestur, dýralæknir, sagnfræðing- ai og fleiri. Inn á milli halda svo kennarar skólans fyrirlestra um tiltekin efni. Andinn hér er mjög góður segir Margrét og hóp- urinn samstæður, 22 eru þau í þeim hóp. Við höfum stundum heyrt það hjá krökkum sem við vorum með f skóla áður að þau halda að við séum einhver guðs- böm og séum hér í kirkjuskóla, af því við erum á þessum stað og prestur skólastjóri en það er mesti misskilningur, segja þær og brosa við. Það er morgunstund hér á morgnana þar sem sungið er lag, stundum sálmur eða það er lesið ljóð eða saga. Messur þurfum við ekki að sækja frekar en við viljum. Félagslíf Það var nemendamót hérna um daginn segir Sig- riður, þá var Narfi frumsýndur. Venjulega eru kvöldvökur einu sinni í mánuði segir Margrét og á sumum þeirra hafa skiptinemar sem em hér alltaf öðru hvoru, kynnt land sitt, svo hafa verið lands- fjórðungakvöld, þ.e. menn úr hverjum landsfjórð- ungi kynna hann. Til þess að sjá um kvöldvökumar kjósum við 3 úr hópnum hverju sinni. 6 Þá höfum við farið á stofnanir og kynnst starfi þeirra og fiutt stðan fyrirlestur á eftir. Og skóla- blaðið okkar ísleifur segir Sigríður, í það skrifa nemendur sögur og frásagnir. Svo er alltaf helgarfri einu sinni í mánuði, þá fara margir heim til sín og ég alltaf, segir Sigríður. Við komum nú með sinn hvorn hestinn eftir ára- mót, ég og herbergissystir mín, segir Margrét og þeir þurfa sína umönnun, það fer þvi mikið af minum frítíma i hestamennskuna, og um leið kemur einhver þjótandi inn í herbergið sem viö sitjum og kallar „Magga, ætlarðu ekki á hestbak í dag?” Við látum því staðar numið í spjaili okkar, margs fróðari en þökkum þeim stöllum fyrir spjallið. Við tökum tali tvo pilta, sem stunda nám í Skál- holtsskóla í vetur. Þeir heita Sigurður. Alltaf er > maður seinheppinn, tveir með sama nafni, en svo greiddist úr þessu. Annar heitir einnig Kári og gengur undir því nafni dags daglega. Sigfússon er hann og er frá Sauðárkróki. Hinn Sigurður er Sig- urðsson og hefur B á eftir fyrra nafni, og er hann úr SKINFAXI íþróttaaðstaðan borðtennisborð i

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.