Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 6
Frá þingi USVH.
mönnum. Gunnar Sæmundsson
form. USVH flutti skýrslu stjórn-
ar. Þar kom fram að starfsemi
sambandsins liefur gengið vel.
Gott unglingastarf hefur verið
unnið, sem m.a. kom fram í víða-
vangshlaupi Islands. Spurninga-
keppni USVH hefur unnið sér
fastan sess í menningarlífi byggð-
arlagsins. Þá hefur útgáfa ársrits-
ins Húna gengið mjög vel. Þátt-
taka í göngudeginum var til mik-
illar fyrirmyndar og ákveðið að
vinna vel að næsta göngudegi.
Gunnar Sæmundsson var endur-
kjörinn f'ormaður sambandsins.
usú
Þing USÚ var hlaldið að Hroll-
laugsstöðum 12. apríl. Pálmi
Gíslason sótti þingið af hálfu
UMFI. Þingið var ekki mjög fjöl-
mennt en hinsvegar athafnasamt
og skemmtilegt. Þingforseti var
Torfi Steinþórsson. Mörg mál
voru rædd, m.a. sumarbúðamál
Þingfulltrúar USÚ.
og félagsmálafræðsla og teknar á-
kvarðanir um framhald þeirra
þátta. Gerðar voru samþykktir um
þjálfaramál og landsmótsundir-
búning. Þátttaka í göngudcginum
var ekki í mörgum félögum en öfl-
ugar þær göngur er voru farnar.
USÚ vcrður 50 ára á næsta ári og
var mikið rætt um hvernig þeirra
tímamóta skyldi minnst. Stjórn
sambandsins var öll endurkjörin,
formaður er Fjölnir Torfason.
HVÍ
67. þing HVÍ var haldið að
Núpi Dýrafirði sunnudaginn 10.
maí sl. Frá UMFÍ sóttu þingið
Bergur Torfason sem var þingfor-
seti og Diðrik Haraldsson.
Þingið hefði mátt vera fjöl-
mennara en aðeins 60% þeirra cr
rétt áttu til setu á þinginu mættu.
Nýtt félag var tekið inn í sam-
bandið á þinginu en það er ný-
stolnaður Goifklúbbur Onunda-
fjarðar.
I skýrslu stjórnar voru kin
helstu verkefni síðasta árs en sér-
staklega var mönnum tíðrætt um
sumarbúðir og aðstöðuleysi til
íþrótta- og félagsstarfa í héraðinu.
Þá kom fram í reikningum að
sambandið er skuldlaust og skil-
aði liðlega 1.827 þús. g.kr. í hagn-
að.
I starfsnefndum þingsins ríkti
mikil vinnugleði og vildu menn
kappkosta að undirbúa vel þátt-
töku HVÍ á Landsmótinu. Hefur
Jón Guðjónsson lét af formennsku
HVI, við afhonum tók Hilmar
Pálsson kennari á Núpi.
sambandið m.a. í hyggju að ráða
þjálfara í frjálsum íþróttum og
leggja aukna áherslu á starfs-
íþróttir. Þá voru einnig sam-
þykktar margar tillögur um í-
þróttastarfsemina í héraði. Af
öðrum málum mætti nefna; að
samþykkt var að halda sumar-
búðir að Núpi eins og'Undanfarin
ár, taka þátt í göngudeginum,
halda félagsmálanámskeið og
margt fl.
Ollum félögunum var veitt við-
6
SKINFAXI