Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 3
SKINFAXI
3. tbl. - 72. órg. - 1981
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag íslands.
RITSTJÓRI:
Steinþór Pálsson.
RITNEFND:
Pálmi Gíslason ábm.
Diðrik Haraldsson.
Sigurður Geirdal.
Finnur Ingólfsson.
AFGREIÐSLA SKINFAXA:
Skrifstofa UMFÍ,
Mjölnisholti 14,
Reykjavík — Sími 14317.
SETNING OG UMBROT:
Eeturval sf.
OFFSETPRENTUN:
Prentval sf.
■K*
Meðal efnis:
Fréttir af þingum ............... 4
Viðtal við Þóroddjóhannsson.... 8
Frá Landsmótsnefnd.............. 10
Landsmótsspá í frjálsíþróttum . 12
Við skulum vinna næsta mót..... 18
Göngudagur fjölskyldunnar...... 18
Erlend samskipti .............. 19
Viðtal við Öskar Agústsson ..... 20
SkólamótUMSE .................. 22
Gjaldkeranámskeið hjá HSK ..... 24
Framkvæmdarstjórnarfundur...... 24
Vísnaþátturinn.................. 25
Margrét Bjamadóttir tekin tali . 26
Umf. Ásahrepps 70 ára ......... 28
Af útgáfustarfi................. 28
Nýtt starfslið................. 29
Skólamót USÚ og USVS........... 30
Forsíðnmjmdm
17. Landsmól UMFl er Jramundan og er
blaðið að slórum hluta helgaðþví. Forsíðu-
myndin er aj Gunnari Snorrasyni UMSK,
hann hejurkeþpl á mörgum Landsmótum og
kemur til með að keppa einnig nú.
ian
Fjölskyídc
oq utngynennafélagið
Fjölskyldupólitík er vinsælt umræðuefni á íslandi um þessar
mundir, oft í beinu framhaldi af umræðum um jafnrétti karla og
kvenna.
í þessum umræðum er vandlega sneitt hjá að ræða tengsl
fjölskyldunnar við það félagsstarf, sem gæti þroskað jafnt unga
sem aldna — unginennafélagsstarfið —.
Hver þekkir ekki fullyrðinguna: ,,Ég er að stofna heimili, ég
þarf að byggja, ég er nýráðinn í ábyrgðarmikið starf, ég má
ómögulega vera að því að starfa fyrir ungmennafélagið, það verða
þeir yngri að gera”. (Einmitt þetta viðhorf er búið að hálfdrepa
mörg vel starfandi ungmennafélög oftar en einu sinni).
Hvað er það fólk að gera sem kveður félagið sitt þannig á besta
aldri? Er heill og hamingja hins nýstofnaða heimilis bctur tryggt
án samskipta við ungmennahreyfinguna og án allrar þátttöku í
íþróttum?
Nei, liér erum við á villigötum ungu menn og konur. Það er
fullljóst að á hinum erfiðu tímum heimilisstofnunar er oft mjög
lítill tími afgangs fyrir líkamsrækt og hollt félagsstarf. En sú stund
rennur upp að menn yfirstíga þennan erfiða hjalla, börnin komast
á legg, og þau leita sér félagsskapar út fyrir fjölskylduna. Þykir þá
sumum vænt um að til skuli félagsskapur, sem gefur þessu unga
fólki tækifæri til andlegs og líkamlegs þorska.
Hitt verður að athuga að þessi félagsskapur þrífst aldrei nema
fólk á öllum aldri standi að honum og sé reiðubúið til að fórna
hluta af tómstundum sínum í þágu hans.
Það eru dapurlega margir sem hafa yfirgcfið ungmcnnafélags-
skapinn við stofnun heimilis án þcss að gera sér grein fyrir því að
þeir eru að rífa einn hornsteininn undan velferð hins nýstofnaða
heimilis, að þeir eru að skerða möguleika sinna aíkomenda til að
eignast góða félaga í heilsusamlegu umhverfi.
Nú hefur það gerst í æ ríkara mæli að foreldrar gerist á ný virkir
aðilar að íþróttastaríinu eftir að börnin eru farin að stunda íþrótt-
ir af kappi. Þetta er ánægjuleg þróun, og ef þetta er ekki að brúa
kynslóðabilið, þá er það ekki hægt.
Líkamsrækt er að sjálfsögðu öllum holl, sama á hvaða aldri
menn eru og hvaða stöðu sem menn gegna, og hali menn fundið
einhverja íþrótt við sitt hæfi, hafa þeir um leið komist í hollan
félagsskap.
Megi starf ungmennafélaganna tengja saman kynslóðir um
alla framtíð.
ísland allt.
DS
SKINFAXI
3