Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 7
urkenning fyrir þátttöku í göngu-
deginum en HVI var eina sam-
bandið þar sem öll félögin gengu.
Þeir áttu líka flesta þátttakendur
samtals 304.
Jón Guðjónsson er verið hefur
formaður undanfarin ár gaf ekki
kost á sér til endurkjörs og skipa
nú stjórnina Hilmar Pálsson Núpi
formaður, Anna Bjarnadóttir rit-
ari og Ásvaldur Guðmundsson
gjaldkeri.
D.H.
Frá þingi UÍÓ.
HSH
Þing HSH var haldið í Grund-
arfirði 18. apríl. Af hálfu UMFÍ
sóttu þeir Pálmi Gíslason ogjon
Guðbjörnsson þingið. Þingið var
all fjölmennt. Formaður Gylíi
Magnússon ílutti skýrslu. Þar
kom fram að gott unglingastarf
hefur verið hjá HSH, en félags-
málafræðsla hinsvegar verið van-
rækt, var samþykkt á þinginu að
bæta úr því hið skjótasta. Þátt-
taka í göngudeginum var víðast
góð og búist við enn bertri árangri
næst. Jökulhlaupið er merkilegur
þáttur í starfi HSH, en hlaupið er
frá Hítará út nesið sunnanvert,
fyrir Jökul og til Stykkishólms.
Mikill fjöldi fólks tekur þátt í
þessu hlaupi og er þátttaka úr öll-
um félögum sambandsins. María
Guðnadóttir var kjörin íþrótta-
maður ársins 1980. Gylfi Magn-
ússon sem verið hefur formaður
undanfarin ár gaf ekki kost á sér til
endurkjörs og var Jóhanna Leó-
poldsdóttir kjörin formaður.
Stjórnin er að öðru leyti óbreytt.
uíó
UÍÓ hélt þing sitt 3. maí. Þing-
ið sóttu af hálfu UMFÍ Pálmi
Gíslason og Þóroddur Jóhanns-
son. Þingið var fjölmennt og mikil
bjartsýni ríkjandi. Formaður
Magnús Stefánsson flutti skýrslu
stjórnar, þar sem fram kom að
starfsemin hefur verið með mikl-
um ágætum.
Skíðaíþróttin ber að sjálfsögðu
hæst, en ýmsar aðrar greinar eru
komnar í gang með talsverðum
árangri ntá þar nefna frjálsar
íþróttir og golf. Þá hafa Ólafsfirð-
ingar tryggt sér rétt í knattspyrnu
á landsmóti UMFI. Mun þetta
vera í fyrsta sinn sem UIÓ tekur
þátt í landsmóti UMFÍ. Frarn
kom eindreginn vilji á því að
UMFI stæði fyrir skíðalandsmóti.
Stjórnin var öll endurkjörin.
P.G.
UMSS
61. þing UMSS var haldið að
Hólum í Hjaltadal 2. maí. Af
hálfu UMFÍ sátu þeir Pálmi
Gíslason og Guðjón Ingimundar-
son þingið. Þingið var ekki Ijöl-
mennt en góður andi ríkti og voru
fulltrúar sammála um að reyna að
efla starf sambandsins sem mest.
Þátttaka í göngudeginum var
mjög myndarleg í þeim félögum
sem tóku þátt og búist \ið enn
meiri þátttöku nú. Mörgmál voru
Þingfulltrúar HSH sainan komnir.
SKINFAXI
7