Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 19
Eríend sam- skifrti Frá utanferð eftir Landsmótið á Selfossi. Hluti þátttakenda að snæðingi. UTHNF6RÐ fiÐ LOKNU IflNDSMÓTI Eins og eftir undanfarin landsmót verður efnt til utanfarar frjálsíþróttafólks að loknu lansmóti á Akureyri í sumar. Farið verður til Danmerkur og keppt við AAG (Aarhus Amts Gymnastikforening) sem verður gestgjafi UMFÍ þarna úti en gagnkvæm samskipti hafa skapast á milli þessara tveggja aðila. Fargjaldið er áætlað um 2500 kr og er ætl- unin að það skiptist á fjóra aðila svo sem venja hefur verið um utanferðir á vegum UMFI, þ.e. einstaklingur greiðir 1/4, félag hans 1/4, hér- aðssambandið 1/4 og UMFÍ 1/4. Að sjálf- sögðu er þetta undir samkomulagi komið því UMFI skipar ekki fyrir í þessum efnum frem- ur en öðrum. Það eru hinsvegar vinsamleg tilmæli til þeirra sem í hlut eiga að málið verði leyst á þennan hátt. Þeir sem valdir eru til fararinnar eru tveir fyrstu í hverri grein og er reiknað með 45 manna hóp í allt. Farið verður út 21. júlí og korrtið heim 10 dögum seinna eða þann 31. AAG hefur sent tillögu um dagskrá þessa daga og lítur hún þannig út. DflNSKUR SVNINGflRFLOKKUR Fimleikafiokkur frá DDGU, dönsku ung- mennafélögunum, mun sækja 17. Landsmótið heim í boði Landsmótsnefndar og UMFI. Flokkurinn sem kemur frá Hobro Gymna- stikforening er einn af bestu sýningarflokkum DDGU og er nýkominn úr sýningarferð um Bandaríkin. I flokknum éru 29 manns og þar meðtaldir fararstjórar og þjálfarar. Danirnir dvelja hér á landi í 10 daga, auk þess sem þeir sýna á landsmótinu, ferðast þcir um og skoða landið. Samskipti á milli UMFÍ og DDGU eru orð- in mikil og hefur t.d. sýningarflokkur komið frá þeim á nokkur síðustu landsmót. Auk þess hefur UMFI farið á öll landsmót þeirra nema eitt frá 1961, mótin hjá þeim eru haldin 5. hvert ár. Núna, í byrjun júní, hefur hópur frá UMSB haldið utan, fyrst og fremst til æfinga en einnig mun hópurinn taka þátt í landsmóti Dananna fyrir hönd UMFÍ. Skinfaxi vill óska þeim góðs gengis ytra en nánar verður sagt frá ferð þessari síðar í blað- inu. S.P. 1. dagur Komudagur, fólki komið fyrir í skóla. 2. dagur heimsókn í Ráðhús Árósa, hringferð um bæinn, viðkoma í íþróttavöruverslun. Æfing á Árósavelli. 3. dagur Frjálsíþróttamót, dagurinn frjáls að öðru leyti. 4. dagur Skoðunarferð: Skógur, strönd, Víkingasafnið og Moesgaardsafnið („safnið við vatnið”). Kvöldið: Þjóðdanskvöld, framlag frá Islandi og heimamönnum. 5. dagur Heimsókn í Danmarks Radio, annars frjáls dagur. 6. dagur Liðakeppni ÁlAG—UMFÍ. Kvöldið með Dönum, söngur, kvikm.sýningar. 7. dagur Ferðalag — ekki ákv. ennþá hvert verður farið. 8. dagur Æfing á Árósavelli, danskir þjálfarar til staðar á vellinum fyrir íslendingana. Kvöldvaka í umsjá UMFl. 9. dagur Heimsókn á danskan bóndabæ, dagurinn að öðru leyti frjáls til æfinga eða annars. 10. dagur Heimferð. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.