Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 26
Frá afmælissýningunni. Þeir sem tóku þátt í henni ganga í kringum stærðar afmælistertu. Margrét Bjamadóttir tekin tali íþróttafélagið Gerpla í Kópa- voginum hefur verið vel starfandi og vakið mikla athygli á undan- íornum árum. Til að leita frétta af starfsemi félagsins tókum við við- tal við Margréti Bjarnadóttur for- mann félagsins. \largrét,jélagib á 10 ára ajmœli í ár, ekki satt? Jú félagið átti 10 ára afmæli laugardaginn 25. apríl s.l., til að minnast þess héldum við afmælis- sýningu í íþróttahúsi Kennarahá- skólans. Þátt í sýningunni tóku stúlkur og drengir úr íimleika- deild. Troðfullt hún var og þurfti fólk m.a. að sitja á gólfinu. Dag- inn eftir var svo efnt til kafíisam- sætis þar sem ýmsum framá- mönnum og eldri félögunum var boðið. Þá var félaginu færðar margar gjaíir. Síðan er meiningin að halda af- mælismót í haust hjá öllum deild- um félagsins. Þá verður gefið út afmælisblað síðar á árinu. Að lokum má geta þess að við höfum sótt um lóð til Kópavogs, í tilefni afmælisársins, til byggingar íþróttahúss og þá með félagsaðstöðu. Rekur Gerpla sjáljl íþróttahúsið sem þið æjið nú í? Iþróttahúsið rekum við al- gjörlega sjálf og höfum við nýver- ið gengið frá framhaldsleigu til 5 ára. Nýlega var byrjað að innrétta svæði í húsinu sem áður stóð ónot- að, en verið er að gera lítinn sal upp á búningsklefum. Þar verður aðstaða fyrir júdómenn, ballett- slár og speglar, gufubað og kaffi- stofa auk tilheyrandi búnings- klefa. Þá verður hægt að nota þetta svæði sem áhorfendasvæði með því að leggja niður þann vegg sem snýr að aðalsalnum. Hvað með áhöldJyrir jimleika? Ahöld til fimleikaæfinga hafa mjög háð starfseminni t.d. hafa engin áhöld verið fyrir fimleika drengja. Fyrirhugað er að kaupa inn og fá lánuð áhöld frá öðrum félögum nú í sumar þannig að öll áhöld fyrir drengjafimleika verða til í haust. Síðast liðið haust var rokið til og safnað fyrir jafnvægis- slá og er hún væntanleg til lands- ins bráðlega. Þetta er keppnisslá af bestu gerð en hingað til höfum við notast við slá sem smíðuð var heima í l)ílskúr. Einnig höfum við pantað dýnur til að setja í kring- 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.