Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 12
Ingimundur blaðar í gömlum spám. Intjiynumduir Irujinxumdarson: Landsmótsspá í frjálsíþró tíu m Þegar ritstjóri Skinfaxa, Stein- þór Pálsson, fór þess á leit við mig að ég tæki að mér að spá um úrslit í einstökum geinum í frjáls- íþróttakeppni landsmótsins ákvað ég að slá til. Eg er einn þeirra sem gaman liafa að spá, þessi spá er í gamni gerð en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég reyni að vera hlutlaus í mati mínu þó einhverjum þyki það mistak- ast. Það er í raun og veru óheyrileg bjartsýni að ætla að spá urn úrslit í einstökum greinum í frjálsum íþróttum u.þ.b. tveimur mánuð- um fyrir landsmót og keppnis- tímabilið vart hafið. I þessum spádómum mínum styðst ég við árangur einstaklinga frá 1980. I'ek tillit til þess sem ég veit um æfingasókn í vetur, svo og hvernig ákveðnir einstaklingar standa sig í harðri keppni. Það á nefnilega misvel við menn að taka þátt í stórmóti sem landsmóti UMFÍ. Þeir taugasterkustu hafá meiri sigurmöguleika og mikils er um vert að hafa keppnisreynslu. A Landsmótinu á Akureyri kemur fram fjöldi af nýju fölki, og ég spái því að 60-80% verðlauna falli í skaut þeirra sem ekki hafa hlotið verðlaun á landsmóti áður. Margir taka þátt í mótinu í fyrsta sinn og gamlar kempur sjást nú í síðasta sinn á brautinni. Þetta er gangurinn. Flest landsmótsmetin falla trúlega en sum þeirra lifa að- eins vegna verðurs þ.e.a.s. efmeð- vindur mælist of mikill. Þó held ég að árangur Hreins Halldórssonar og Guðrúnar Ingólfsdóttir í kúlu- varpi og þrístökk Karls Stefáns- sonar standi óhögguð eftir. Trú- lega falla a.m.k. 8-10 met hvernig sem viðrar. Eitt er það sem gerir erfiðara að spá um úrslit í einstökum grein- um en það er óvissan um það hvaða greinar þeir fjölhæfustu velja sér. I þeim tilfellum hef ég valið þá leið að taka viðkomandi í allar liugsanlegar greinar. Má nefna Rögnu Erlingsdóttur HSÞ sem dæmi í þessu sambandi. Lesendur athugið að spá þessi er gerð um 2 mánuðum fyrir landsmót. KRRlflR: 100 m hlaup. Erlingur Jóhannsson UMSB, Gísli Sigurðsson UMSB, Kristján Harðarson UMSK, Egill Eiðsson UIA ogjón Þ. Sverrisson cru lík- legastir til að bejast um fyrstu sæt- in en HVÍ, HSK og HSÞ liafa alltaf átt góða spretthlaupara. Þeir gætu komið á óvart nú. Verði veður hagstætt gæti landsmóts- metið fallið. 1. Gísli Sigurðsson 2. ErlingurJóhannsson 3. Egill Eiðsson. 400 m hlaup. Verði veður hagstætt gætu 2-4 hlaupið undir núverandi lands- mótsmeti, sem fellur örugglega hvernig sem viðrar. Egill Eiðsson Egill Eiðsson, Uí A. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.