Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 22
SKÓlflMÓT UMS€
Hinu árlega skólamóti Ung-
mennasambands EyjaQarðar,
hinu 8. í röðinni, lauk nú fyrir
stuttu með knattspyrnukeppni
við Þelamerkurskóla. Það var á
þingi UMSE í Hrafnagilsskóla
sem fyrst var hreyft við þeirri hug-
mynd að koma á keppni í hinum
ýmsu íþróttagreinum milli skól-
anna á sambandssvæði UMSE.
Þessir skólar voru Arskógsskóli,
Dalvíkurskóli, Hrafnagilsskóli,
Hríseyjarskóli, Húsabakkaskóli
og Þelamerkurskóli. Tilgangur
keppninnar var fyrst og fremst að
auka tengsl skólanna sín á milli,
koma á nánari kynnum nemenda
skólanna og gefa nemendum tæki-
færi til að öðlast reynslu í keppni,
til að æfa og keppa við betri skil-
yrði, en aðstaða við skólana er
ákaflega mismunandi t.d. er að-
eins íþróttahús við einn þessara
skóla og aðrir hafa ekki tök á að
æfa sund yfir vetrarmánuðina.
Samband skólanna hefur auk-
ist verulega á þessum árum, nem-
endur hafa tengst hver öðrum og
eru oft sem einn sameinaður hóp-
ur er þeir hittast. Auðvitað stend-
ur hver með sínum skóla, margir
láta vel í sér heyra, með hvatning-
arhrópum og baráttusöng. En
þau kunna einnig að taka ósigri,
klappa þá hvað mest fyrir sínum
mestu og skæðustu mótherjum,
hafi þeir farið með sigur af hólmi.
Margt af okkar besta íþrótta-
fólki sem nú síðustu ár hefur verið
að keppa fyrir hönd UMSE, hlaut
sína fyrstu eldskírn einmitt í
skólakeppni UMSE, hlaut þar
reynslu sem hefur komið þeim til
góða í hinni ströngu keppni ung-
mennafélaganna.
Keppnisgreinar í þessu skóla-
móti eru skák, frjálsar íþróttir,
skíðaganga, sund og knattspyrna.
Hefur verið keppt til skiptis í skól-
unum eftir því hvaða aðstöðu
hver og einn skóli hefur getað boð-
ið uppá, t.d. er frjálsíþróttamótið
ætíð haldið á Dalvík í eina íþrótta-
húsinu á sambandssvæðinu.
Knattspyrnan hefur einnig verið
nokkuð hefðbundin við Hrafna-
gil, þó nú í vor hafi verið brugðið
út af vananum.
Þelamerkurskóli hefur verið
ákaflega sigursæll í þessari
keppni. Fyrst var keppt í einum
flokki, eða nemendum í 8. bekk og
yngri, var keppt á þann hátt frá
fyrsta ári, 1974 til ársins 1979 og
vann þá Þelamerkurskóli í öll
skiptin. Árið 1979 var keppninni
breytt þannig að keppt var í
tveimur fiokkum, það er að segja í
eldri fiokki eru nemendur 8. og 9.
bekkjar, en í yngri fiokki nemend-
ur 7. bekkjar og yngri. Þelamerk-
urskóli vann báða flokkana þetta
árið en árið 1980 tókst Árskógs-
skóla að stöðva sigurgöngu Þela-
merkurskóla og unnu þeir yngri
fiokkinn en Þelamerkurskóli eldri
fiokkinn sem fyrr. Nú í ár tókst
Þelamerkurskóla að vinna báða
llokkana enn einu sinni, eldri
fiokkinn með miklum yfirburðum
en þann yngri eftir harða baráttu
við Árskógsskóla.
UMSE hefur öll þessi ár gefið
áletraða gripi sem skólarnir hafa
unnið til eignar, fyrir fiest stig
samanlagt í hverri íþróttagrein og
þrír efstu keppendur í einstakl-
ingsgreinum hafa fengið árituð
verðlaunaspjöld. Fyrir sigur í
hcildarkeppninni hefur UMSE
gefið farandbikar sem keppt er
um í cldri fiokki en Sveinn Jóns-
Hið sigursæla skálið Þelamerkurskóla, yngri deild. F.v.: Heimir Finns-
son, Magni Gunnarsson, Eyjólfur Hilmarsson og fyrir framan Haukur
Steinbergsson.
22
SKINFAXI