Skinfaxi - 01.06.1981, Blaðsíða 20
„Má bjóða ykkur að borða?”
mælti gestgjaíinn að íslenskum sið
og var það að sjálfsögðu þegið.
Gestgjafinn var reyndar hlutverk-
inu ekki ókunnugur því Oskar
Agústsson kennari og hótelstjóri
að Laugum í Reykjadal, ásamt
konu sinni Elínu Friðriksdótturog
reyndar fjölskyldu sinni allri hef-
ur löngum veitt mönnum beina, á
heimili sínu engu síður en á Sum-
arhótelinu að Laugum, sem í
mörg ár var einskonar miðstöð
starfs Héraðssambands Suður-
— Þingeyinga.
Undirritaður var ekki vel sáttur
við það hlutverk er Skinfaxi hafði
fengið honum, að eiga viðtal við
Oskar á Laugum. Manninn
þekkja fiestir þeir er á undan-
íornum árum og áratugum haíá
starfað að málefnum íþrótta og
ungmenna og því óþarft að kynna
hann hér á síðum. Minningar-
grein er þetta ekki því Óskar er nú
sem endranær bráðhress og lif-
andi. En afmælisgrein mætti kalla
þessa tilburði því sextugur varð
Óskar nýlega eða 11. nóvember
sl. þó þann aldur beri hann vel.
Að loknum kvöldverði drógum
við Óskar okkur í ltlé, fórum niður
á pósthús, en póstmeistari er
Óskar cinnig og þar var reynt að
gægjast bak við fas sem stundum
er blandið nokkrum gálgahumor
og góðlátlegri kímni sem kenn-
arar öðlast stundum og kemur sér
oft vel gagnvart óstýrilátum nem-
endum.
Oskar á Laugum er ekki Þing-
eyingur, en fæddur og uppalinn í
Rangárþingi, á bökkum Bola-
fijóts, bökkum Þjórsár, í menn-
ingu sem var um margt svipuð
bændamenningu Þingeyinga.
Kann það að skýra hve Oskar hef-
ur aðlagast þessu héraði og er í
reynd mciri Þingeyingur en flestir
Þingeyingar. Eftirfarandi setning
sannar það álit.
„Það má segja að Þingeyingar
hafi flotið á Rangæsku Iofti lengi.
I mörg ár blés ég í alla sundkúta
sem notaðir voru við sundkennsl-
una hérna á Laugum. Dorgveiði á
Mývatni er alltaf stunduð nokk-
uð. Eitt sinn fór ég á dorg á Mý-
vatn og kom úr Laugum. Gengu
menn á skíðum því færi var slæmt.
Óskar Ágústsson á þingi hjá HSÞ
fyrir nokkrum árum.
Ég var skíðalaus og urðu Mývetn-
ingar hissa að þar var kominn
maður loftmeiri en þeir.”
Þannig sagði Óskar frá og
mætti hér lengi rekja slíkar f'rá-
sagnir.
I stuttri grein verður að fara
fijótt yfir sögu. Óskar er fæddur í
Flóa og ólst þar upp einn 11 syst-
kina. Hann sótti nám að Laugar-
vatni og lauk þaðan héraðsskóla-
prófi og síðan íþróttakennara-
skólaprófi 1941 og stundaði síðan
farandkennslu á vegum UMFÍ og
ISI í þrjú ár en hóf kennslu að
Laugum í Reykjadal 1944 og hef-
ur starfað þar síðan. „Er út úr
íþróttakennaraskólanum var
komið fylltist maður miklum van-
mætti. Þeir sem gera sér grein
fyrir sínu verkefni finna sinn van-
mátt betur en þeir sem halda að
þeir viti allt sem vita þarf. Lær-
dómurinn hófst í alvöru þegar far-
ið var að starfa sjálfstætt.” I þess-
um orðum Óskars er mikill sann-
leikur.
„Farandkennslan var mjög
skemmtilegt verkefni sem stóð í
þrjú ár. Þá kenndi ég m.a. í 6 sýsl-
um á 6 mánuðum og var því farið
víða, stansað stutt og starfað mik-
ið. Ég á margar góðar endur-
minningar, eingöngu góðar minn-
ingar, frá þeim tíma og fjölda vina
og kunningja og það var ómetan-
lcgt að kynnast landinu og þjóð-
inni. Fólkið hafði nægan tíma á
vetrum og kennaranum var tekið
opnum örmum. A þessum árum
var viðvarandi atvinnuleysi víða
og atvinna byggðist á vertíðum
einkum síldarverkun.
Ég hafði aldrei komið í Laugar
fyrr en ég réðist hingað en hafði
starfað í Kelduhverfi, á Raufar-
höfn og Þórshöfn og hafði því fyrr
dregið þingeyskt loft. Þingeyingar
eru góðir menn en taka ekki að-
komumönnum fyrr en þcir eru
búnir að kynnast þeim. Fyrstu ár-
in hér voru erfið og ég varð að taka
á Öllu mínu, en ég ílengist hér og
kynntist Þingeyingum og kann
þeim vel söguna. Þeir hafa borið
mig á höndum sér.
Afskipti mín af félagsmálum
hafa ef til vill orðið þó þessi vegna
þcss að þar scm ég ólst upp var
Viðtal við
Oskai* Ágústsson
20
SKINFAXI