Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Síða 3

Skinfaxi - 01.12.1981, Síða 3
SKINFAXI 6. tbl. — 72. árg. — 1981 ÁSKRIFTARVERÐ: 50 kr. árgangurinn. * ÚTGEFANDI: Ungmennafélag Islands. RITSTJÓRI: Steinþór Pálsson. RITNEFND: Pálmi Gíslason, ábm. Diðrik Haraldsson. Sigurður Geirdal. Finnur Ingólfsson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstofa UMFÍ. Mjölnisholti 14, Reykjavík. Sími 14317. SETNING OG UMBROT: Leturvalsf, Armúla36. OFFSETPRENTUN: Prentval sf., Súðarvogi 7. * Meðal efnis: Fréttir frá HSH.................. 4 Bridge........................... 5 UMSK-mót í knattspyrnu........... 6 Af útgáfustarfi.................. 7 Viðtal viö Johannes Sigmundss. .. 8 íþróttabúðir HVÍ ............... 12 NSU-vikan....................... 14 Formannskynning Skinfaxa ....... 20 Nokkrar línur frá HSH ......... 22 Handknattleikur ungm.félaganna . 24 Viðtal við Jón Inga Ragnarsson. 26 Knattspyrnumót Suðurlands ...... 32 Vísnaþáttur Skinfaxa ............33 Iþrótta- og félagsstarfið í tölum. 35 Þrastaskógur.................... 36 Átak gegn áfengi................ 38 Inni í blaöinu er m.a. viðtal viðjón Inga Ragnarsson formann knatt- spyrnudeildar UBK. I því tilefni birt- um við á forsíðu mynd af ungum knatt- spyrnumanni úr Breiðablik, Helga Bentssyni. Erlend samskipti Erlend samskipti hafa alla tíð verið einn af þáttum félags- starfsins hjá UMFÍ, allt frá 1908 er 7 glímumenn fóru á Olympíuleikana í London til dagsins í dag. Fyrir 10 árum hófust mikil samskipti UMFÍ við NSU (Nordisk samorganisa- tion for ungdomsarbejde). I þessum samtökum eru 13, félaga- samtök frá Norðurlöndunum sem flest reka svipaða starfsemi og UMFI. Einn skemmtilegasti þáttur þessa samstarfs eru Ungmennabúðir sem haldnar eru árlega, til skiptis í löndun- um. Tuttugu ungmenni koma frá hverju landi eða alls 100 manns. Þessar vikur hafa alltaf verið mjög eftirsóttar, þar hefur skapast mikil stemming og góð kynni. Þátttakendur héðan hafa ætíð látið mjög vel að þessum ungmennabúðum, Þar hafa skapast góð kynni. Ungt fólk hefur kynnst hugmynd- um og starfsháttum á hinum Norðurlöndunum. Norræn sam- vinna er okkur mikil virði, þar erum við í hópi vina. Röðin er nú komin að Islandi í annað sinn. Samkvæmt sérstökum óskum eru Ungmennabúðirnar lengri hér á landi en á hinum löndunum. Ferðin hingað er dýr og því vilja þátttakendur fá nokkurn tíma til að kynnast landinu. íþróttamiðstöðin á Selfossi mun hýsa þessa samkomu sem verður 9.— 18. júlí n.k. Margt verður tckið fyrir á þessari viku, þjóðdansar, þjóðlög, lciklist, náttúruskoðun o.ll. Höðuðverk- eíni verða Norðurlöndin — æskan — orkumál. Verðurþátttak- endum kynnt hvernig vatnsorka og varmi eru notuð hér á landi. Þátttakendur hafa óskað eftir því að fá að kynnast liskverkun, reyna íslenska hestinn og jafnvel að sjá eldfjall í fullum gangi. Reynt verður að verða við óskum þátttakenda, þó síðasti þátturinn sé nokkuð vafasamur. Selfoss er ákaflega vel fallin til slíkra starfsemi, stutt lil allra þeirra þátta er áhugi þátttakenda virðist beinast að. Ýmsir fyrirlestrar og kynningar verða á dagskrá. Við munum að sjálfsögðu leita til ýmissa HSK manna mcð aðstoð í þeim efnum. Munu þeir vafalaust reynast okkur vel nú sem endranær. Það er von stjórnar UMFÍ að þessar ungmennabúðir megi verða til fyrirmyndar og öllum er að þeim standa til ánægju. íslandi allt. PG. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.