Skinfaxi - 01.12.1981, Qupperneq 9
Frá spurningakeppni 1968, Jóhannes og dómaramir séra Bemharður Guðmunds
son og Hafsteinn Þorvaldsson.
mikill hluti þess seldur. Ég var
aldrei sáttur við þá ákvörðun.
Framkvæmdastjóri var fyrst ráð-
inn 1970, hluta úrsumrinu. Síðar
höfðum við svo framkvæmda-
stjóra allt árið, ekki til að vinna öll
störf fyrir stjórnina heldur með
henni og hinum ýmsu nefndum.
Lengst sátu með rnérí stjórn HSK
Hafsteinn Þorvaldsson sem ritari
og Eggert Haukdal sem gjaldkeri,
en margir aðrir góðir menn komu
þar við sögu. Þá reyndum við ætíð
að halda góðu sambandi við Sig-
urð Greipsson, heiðursformann
Skarphéðins, og fá hann með í
ferðir á mót og þing.
Þú varst sjáljur þaítakandi í
íþróttum, hvenœr hójst það og hvemig
gekk?
Eg byrjaði ungur að gutla í
íþróttum, aðallega frjálsum
íþróttum. A Þjórsármóti keppti ég
fyrst árið 1949 í stangarstökki,
sem var mín skársta grein ásamt
hástökki. A landsmótinu á Eiðum
1952 keppti ég í stangarstökki og
varð nr. tvö á eftir Kolbeini Krist-
inssvni (rá Selfossi, sem var ágæt-
ur stangarstökkvari og hástökkv-
ari. Síðan hef ég \erið með í
keppni á flestum landsmótum. Ég
tók þátt í borðtennis 1975 og 1978
og á Akurevri í sumar var ég
skráður í starfshlaup en treysti
mér ekki þegar til kom vegna
meiðsla á fæti. Ég hef stundað
íþróttir mér til ánægju og heilsu-
bótar í nær 40 ár og til gamans má
geta þess nú í ár fékk ég gullverð-
laun í old boys (öðlinga) llokki í
borðtennis. Þá stundaði ég körfu-
knattleik í mörg ár og lék m.a. í
liði Skarphéðins á íslandsmótum.
Skák og Itridge hef ég einnig
stundað og hef m.a. tekið þátt í
llestum eða öllum bridgemótum
HSK, en aldrei komist hærra en í
annað sæti ásamt félögum mínum
í Umf. Hrunamanna.
Hver varþín erfiðasta keþþni?
Eflðasta keppni sem ég hef lent
í var í Víðavangshlaupi íslands
fyrir 6-7 árum. Þá fór ég með sem
fararstjóri og ætlaði aíls ekki að
hlaupa, enda lítill langhlaupari.
Þá var keppt um bikar fyrir elstu
fimm manna sveitina og einn úr
okkar liði forfallaðist, svo ég
skellti mér í galla og hljóp. Þetta
voru um 4 km og í kulda og hálf-
gerðum byl suður í Reykjavík. í
mark komst ég og við unnum bik-
arinn en erfitt var það. Þetta er
ekkert einsdæmi. Hafsteinn Þor-
valdsson hafði lent í svipuðu
nokkrum árum fyrr og Stefán Jas-
onarson hefur fram undir þetta
hlaupið fyrir HSK, þótt hann sé
kominn á sjötugsaldur. Skarphéð-
inn hefur alltaf átt menn, sem
hafa viljað leggja sig fram í þágu
sambandsins. Mörg lleiri nöfn
I landgræðsluferd.
mætti nefna, en út í þá sálma
treysti ég mér ekki að fara að svo
stöddu.
Það hlýtur að haja verið í mörgu að
snúast í jélagsstörjunum. Heyrt hej ég
því fleygt að þú sért höjundur þeirra
sþurningakeþþna sem gengu um landið
um árabil?
Úr félagsstarfinu vil ég m.a.
nefna sumarbúðastarf, land-
græðsluferðir og spurninga-
keppni. Vfið hjá HSK vorum
kannski ekki fyrstir að taka upp
áðurnefnda þætti félagsstarfa en
allavega með þeim fyrstu sem
lögðum á þá mikla áherslu um
skeið.
Eg vil sérstaklega tilgreina
spurningakeppnina. Hún var
með ýmsu móti. Keppni var milli
ungmennafélaga, sveitarstjórna
og fleiri aðila. Við troðfylltum
stærstu félagsheimilin á Suður-
landi, þegar til úrslita dró. Allt
var þetta mjög ánægjulegt og eft-
irminnilegt, en það var oft mikil
yfirleguvinna að semja spurning-
ar og lenti það oftast nær á mér og
þá skammirnar líka, ef eitthvað
fór úrskeiðis. Þá má ekki gleyma
útisamkomunum á Laugarvatni
um verslunarmannahelgina. Árið
1972 duttum við í lukkupottinnog
fengum metaðsókn og gátum
greitt allar okkar skuldir. Þá var
gaman að lifa, þótt lítið væri hægt
að sofa. Ijg gleymi ekki þcgar \ ið
Eggert Haukdal, gjaldkcri, sátum
SKINFAXI
9