Skinfaxi - 01.12.1981, Page 32
Suðurlandsmótið
í knattspymu
Knattspyrnumenn á Suður-
landi, ungir sem aldnir, hafa nú
lokið knattspyrnuvertíðinni á
þessu sumri. Það er kannski ekki
alls kostar rétt að tala um knatt-
spyrnumenn, því að knattspyrnu-
konur tóku nú í fyrsta sinn þátt í
Suðurlandsmótinu. Tvö kvenna-
lið tóku þátt í fyrsta kvennamót-
inu. Voru þau frá Hvolsvelli og
Hveragerði. Stelpurnar stóðu sig
ágætlega og eiga vonandi eftir að
Iáta mikið að sér kveða í framtíð-
inni.
A héraðsþingi HSK í vor voru
gerðar nokkrar breytingar á fyrir-
komulagi HSK-mótsins í knatt-
spyrnu. Liðum frá Ungmenna-
sambandi Vestur-Skaftafellssýslu
var heimiluð þátttaka í mótinu
með fullum réttindum. Við stiga-
útreikning innan HSK skal þó
hlaupið yfir þau lið. Leikir þeirra
við önnur HSK-lið eru þó fullgild-
ir. Nafni HSK-mótsins var enn-
íremur breytt í „Suðurlandsmót-
ið“. Eitt lið frá USVS tók þátt í
mótinu í ár. Var það Drangur úr
Vík. Mótið hefur verið hið
skemmtilegasta. Það lið sem
einna helst heíúr komið á óvart á
mótinu, er lið Eyfellinga. Flestir
spáðu liðinu slæmu gengi í fyrstu
deildinni. Þeir hafa komið
skemmtilega á óvart og voru m.a.
taplausir fyrstu umferðirnar.
Umf. Þór Þorlákshöfn varð
Suðurlandsmeistari í meistara-
flokki. Hlaut félagið 14 stig. í 2.
sæti urðu Hvergerðingar með 9
stig, og í 3. sæti Eyfellingar með 8
stig og í 4. sæti Hekla með 7 stig.
Baldur féll í 2. dcild, hlaut aðeins
2 stig.
Drangur bar sigur úr býtum í 2.
deild og mun því leika í I. deild á
næsta keppnistímabili. Umf'.
Baldur Hvolsvelli sigraði í 2.
flokki og Umf. Selfoss í 4. flokki.
Líklega er þetta í fyrsta skipti sem
Baldur vinnur Skarphéðinstitil í
knattspyrnu. Hér á árum fyrr var
meistaraflokkur félagsins oft ekki
fjarri því.
Umf. Selfoss sigraði í 3. flokki á
hagstæðara markahlutfalli en
Umf. Þór. Umf. Selfoss sigraði
einnig í 5. og 6. flokki.
I kvennakeppninni sigruðu
Hvergerðingar eftir jafna og
spennandi keppni við Baldurs-
stelpurnar.
^ Óskum ungmennafélögunum
■)Kj glebilegra jóla og farsældar á komandi ári.
' LETURVAL SF.
Lokastaðan:
l.deild
Þór 8 6 2 0 33-14 14
UFHÖ 8 4 13 20-18 9
Eyfellingar 8 3 2 3 18-16 8
Hckla 8 3 14 19-27 7
UBH 8 10 7 13-28 2
2. deild
Drangur 6 6 0 0 34- 6 12
Gnúpverjar 6 3 0 3 23-18 6
Ingólfur 6 3 0 3 8-22 6
Biskupst. 6 0 0 6 7-26 0
2. flokkur
Baldur 2 2 0 0 9-0 4
Ingólfur 2 0 0 2 0-9 0
3. folkkur
Selfoss 4 3 0 1 18- 6 6
Þór 4 3 0 1 19-11 6
UFHÖ 4 0 0 4 4-24 0
4. flokkur
Sclfoss 2 2 0 0 6-2 4
Þór 2 0 0 2 2-6 0
5. flokkur
Selfoss 8 7 0 1 54- 5 14
Drangur 8 4 0 4 15-23 8
UFHÖ 8 3 14 10-17 7
Þór 8 3 0 5 15-27 6
UBH 8 2 15 11-33 5
6. flokkur
Selfoss 8 8 0 0 51- 4 16
UBH 8 6 0 2 35-13 12
Drangur 8 2 15 10-27 5
Þór 8 2 0 6 10-43 4
UFHÖ 8 4 16 12-31 3
Bikarkeppnin:
ÚRSLIT
1. umferð:
Eyfellingar - UBH 2-3
Drangur — Þór 1 — 2
2. umferð:
Gnúpvcrjar — Hekla 4—3
Þór - UBH 12-2
Urslitaleikur:
Þór — Gnúpverjar 8— 1
Bikarmeistarar 1981 Umf. Þór
Þorlákshöfii.
Ö.G.
32
SKINFAXI