Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1981, Side 35

Skinfaxi - 01.12.1981, Side 35
ÍÞRÓTTA- OG FÉLAGSSTARFIÐ í TÖLUM / haust barst Skinfaxa niðurstöður útreikninga úr ársskýrslum ungmenna- og íþróttajélaga í landinu jyrir árið 1980. Hér á ejtir verður þessum út- reikningum gerð lítillega skil. Iðkendafjöldi í íþóttum Fjöldi íþróttaiðkenda í'er stöð- ugt vaxandi. A síðasta ári voru iðkendur 76.664 talsins sem er aukning um 3.362 iðkendur frá árinu áður. Það virðist því vera lítil lát á íjölgun íþróttaiðkenda sem hefur verið stöðug sl. 10 ár, en á þcim tíma liefur fjöldinn tvö- faldast. Fjölgun heí'ur orðið í flest öllum greinum en fækkun í sundi, júdó og skotfimi. Hér er listi yfir vin- sælustu íþróttagreinarnar, ann- arsvegar eru iðkendur ylir allt landið og hinsvegar hjá aðildar- félögunt UMFÍ. iðkcndur iðkcndur 1. Knattspvrna ... 17.534 8.534 2. Skíðaíþróttir ... 11.981 3.235 3. Ilandknattleikur .... ... 10.147 2.996 4. Frjálsaríþóttir ... 8.248 6.105 5. Sund ... 4.753 3.194 t). K.örluknattleikur ... ... 4.553 2.592 7. Badminton ... 4.552 1.622 8. Fimlcikar ... 2.839 1.519 9. Blak ... 2.549 1.956 10. Golf ... 2.360 531 11. Borötennis ... 2.310 1.795 Til þess að íþróttahreylingin geti starfað þarf fólk í nefndar- og stjórnarstörf. A landinu öllu voru 5800 manns er gengdi slíkum störfum en hjá UMFÍ 3538. Einnig þarf leiðbeinendur og kennara, þeir voru á sl. ári rúm- lcga tvö þúsund. Hjá sambands- aðilum UMFI voru kennarar flestir hjá UMSK 237, hjá HSK 137 og UMSB 116 en öðrum færri. Kennslukostnaður Kostnaður við íþróttakennslu er orðinn gífurlega mikill. Þetta sést vel el’ kennslukostnaður hjá nokkrum af stærstu samböndun- um er skoðaður. UMSK ........ 1.361.868,51 nýkr. HSK ........... 464.368,37 — UÍA ........... 360.964,54 — UMSB .......... 323.938,42 — HSÞ ........... 291.136,61 — Kostnaður fer s\ o stiglækkandi og er hjá því sambandi sem hefur minnstan kostnað rúmlega 16 þúsund nýkr. Ferðakostnaður Kostnaður vegna íþróttalegra samskipta og vegna æfinga er stór liður hjá flestum félögum og sam- böndum. Iátum á tölur meðal ris- anna í ferðakostnaði innan UMFI þessu til staðlestingar. UMSK......... 418.675,05 nýkr. UÍA .......... 372.474,06 — HSÞ .......... 213.136,92 — HSK .......... 181.319,09 — Síðan koma UMSB og UMSE með um 90 þúsund rferðakostnað en önnur sambönd minna. Leiga Eeiga er einnig stór kostnaðar- liður hjá mörgum samböndum og aðildarfélögum þeirra. Ekkert þeirra greiðir þó ncitt í líkingu við UMSK, en það greiðir langmest í leigu eða um 709 þúsund. Að ofanrituðu sést að þeir sem starfa innan félaganna þurfa að útvega mikið fjármagn til þess að þetta gangi allt saman. I flestum tilfellum gengur það erfiðlega og er títnafrekt. Einnig er styrkur frá ríkintt til þessara mála mjög lítill. Þetta veldur þ\ í að margt af for- ustufólki félaganna gefst upp, hætti og eríiðlega gengur að fá nýtt fólk í stað þess. Það er vonandi að hér verði breyting á, ríkið snúi \ ið blaðinu og fari að styrkja hreylinguna í mun ríkari mæli en nú er. S.P. SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.