Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 7
Stewart að þessi tími hafi verið mjög mikilvægur í lífi hans. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann þurfti að sjá um sig sjálfur og hann ráðleggur börnum sínum að gera hið sama. Rod var í tvö ár á flakki og var lengst af á Spáni. En spánverjum er ekki vel við útlenska flækinga og að endanum var Rod handtekinn ásamt félögum sínum þar sem þeir sváfu í einhverjum almenn- ingsgarðinum. Honum var vísað úr landi og fór aftur heim til föðurhúsa. Faðir hans var mjög óhress með flækingslífið á syni sínum og hann brenndi fötin sem Rod hafði verið í síðustu tvö árin. Heldur enn vinsældum Það tók Rod Stewart nokkur ár að verða nafn í tónlistarheiminum. Hann var undir miklum áhrifum frá "Bítlunum og Rolling Stones" á þessum árum. Hann spilaði með nokkrum hljómsveitum en fékk vanalega ekki að syngja. Hann þótti ekki nógu góður til þess. Það var ekki fyrr en hann komst í félagsskap með gítarleikaranum Ron Wood að hlutirnir fóru að ganga. Þeir gengu í hljómsveit sem hét "Jeff Beck group". Jeff Beck var fyrrverandi gítarleikari í hljómsveit sem hét "The Yardbirds" sem var ein vinsælasta hljómsveitin á þessum tíma. Rod söng á tveimur plötum með Jeff Beck group " Truth og Beck-Ola". Hann hætti svo vegna þess að hann var óánægður með að Jeff Beck var eina númerið í hljómsveitinni. Honum fannst hann borga illa og sagði að Beck lifði á dýrustu hótelunum sjálfur meðan að hann gisti á einhverjum ódýrum hótelholum. En Stewart og Beck tengdust samt sterkum vináttuböndum og áttu eftir að spila saman aftur seinna. Rod Stewart hóf nú sólóferil sinn með plötu sem hét "An old raincoat will never let you dowrí'. Síðan fylgdu tvær plötur í viðbót og Rod Stewart var nú orðinn stórt númer í bresku tónlist- arlífi. Félagi hans Ron Wood bað hann þá um að syngja í hljómsveit einni sem hét "The Faces". Rod tók tilboðinu og varð hljómsveitin geysivinsæl. Hljómsveitin Faces starfaði til ársins 1975 og gaf út fjórar stúdíóplötur og eina hljómleikaplötu. Eftir "The Faces" giftist Rod Stewart leikkonunni Britt Ekland og var samband þeirra mjög stormasamt. Reyndar er Rod Stewart mjög tíður gestur í slúðurdálkum dag- blaða og tímarita. Líf hans hefur verið mjög stormasamt. Tónlistar- ferillinn Frá árinu 1975 hefur Rod Stewart gefið út plötur frekar reglulega og hafa þær yfirleitt gengið vel. Það hefur lítið heyrst frá honum síðustu tvö árin (að íslandsförinni undanskyldri). En hann rýfur þá þögnina í þessum mánuði með útkomu nýrrar plötu. Hann fer svo í langt tónleikaferðalag en ekki er reiknað með að hann líti við á íslandi. Plötu hans er spáð þó nokkrum vinsældum þannig að " Gamli rámuf' eins og sumir kalla hann á eftir að verða áberandi í sumar. Ferill Rod Stewart hefur staðið í tæp 20 ár og hefur gengið á mörgu og væri eflaust hægt að skrifa langa bók um ævi hans. Hann hefur verið flækingur og betlari, fótboltamaður og líkgrafari og margt fleira. En að eigin sögn er hann ánægður með lífið og þakkar Guði fyrir það að hafa átt erfiða tíma. Það hafi hjálpað honum að komast á tind frægðarinnar. Skinfaxi 3. tbl. 1986 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.