Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 27
Á æfingu hjá
Umf. Geislum í Vatnsdal
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Eitt af yngri félögum innan USAH er
Umf. Geislar sem er rétt átta ára, og nú
í sumar fyrst eru skipulagðar íþrótta-
æfingar hjá félaginu með aðstoð
USAH. íþróttaaðstaða sú sem félagið
hefur, er nú ekki beint sú albesta en
gerir sitt gagn meðan annað er ekki
fyrir hendi. Þegar ritstjóri Skinfaxa leit
við á æfingu hjá þeim eitt kvöld fyrir
stuttu voru um 20 unglingar saman
komnir til að stunda frjálsar íþróttir og
svo knattspymu í restina. Þjálfari þeirra
er Þórhalla Guðbjartsdóttir íþróttakenn-
ari, og sagði hún að æfingar væru fast
einu sinni í viku fyrir utan þær sem
krakkarnir kæmu saman er tími gæfist
"Mest gaman í fótbolta "
Ég spjallaði stuttlega við þessa tvo hressu krakka á myndinni hér fyrir neðan sem heita Sandra Ólafsdóttir og Bergþór Sigurðsson og em bæði 9 ára. Þau sögðust nú ekki vera í félaginu ennþá, en ætluðu kannski að ganga í það. Bergþór sagð- ist hafa mest gaman af fótbolta, og léki þá í vörn- inni, hann fylgdist ekki með HM í sjónvarpinu. Sandra sagði að hún hefði mest gaman af að stökkva og hlaupa, þau voru nú ekki viss um það hvort þau myndu keppa í sumar.
til. Þetta kvöld var verið að æfa fyrir
unglingamót USAH sem yrði næstu
helgi, og var ekki annað að sjá en að
krakkarnir væru hin ánægðustu þrátt
fyrir að aðstaðan væri ekki sú besta
sem völ er á í dag, enda virtist hún gera
sitt gagn.
G.G.
Skinfaxi 3. tbl. 1986
27