Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 36
Aldarminning Björns Jakobssonar íþróttakennara Þann 13. apríl í ár voru 100 ár liðin frá því að Bjöm Jakobsson fæddist að Narfastöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Sigríður María Sigurðardóttir bónda Jónssonar að Geirastöðum í Mývatns- sveit og Jakob Jónasson bóndi að Narfa- stöðum Björnssonar. Bjöm ólst upp á Narfastöðum við venjuleg sveitastörf. Er hann var að alast upp voru í heimahéraði hans umbrot í félagsmálum. Samvinnufélags- skapurinn í mótun, lestrarfélög öfluðu ötullega bóka, búnaðarfélög unnu að breytingum í búskap, heimilisiðnaður efldur, hljómlistarlíf borið uppi af söng og fiðluleik -og ekki hve síst varðaði uppvaxandi æsku, að unglingafélög störfuðu að samkomuhaldi, málfundum og íþróttaiðkunum, glímu og sundi. Bjöm mun lítið hafa gefið sig að félagslífi, hlédrægur að eðlisfari. Til hans mun hafa borist herhvöt félags- lífsins og kynnst því að samneyti við jafnaldra í farskóla. Hann tók að æfa bitaleiki og með því að þjálfa líkama sinn, svo að líkamsþroski hans og styrkur vakti undrun og aðdáun sund- nemenda, sem með honum dvöldu við sundiðkanir í tjörninni á Laugum um síðustu aldamót. Undraverðri fæmi Björns í bitaleikjum, sem hann fram- kvæmdi á þvottastaur við tjörnina, hefur Jónas Jónsson frá Hriflu lýst, en hann var einn sundnemenda. Björn lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1905 ásamt Jónasi. Haustið 1906 hófu þeir Jónas nám við lýðskólann í Askov í Danmörku, þar sem þeir numu í tvö ár. Þriðja árið nam Bjöm íþróttafræði og lauk íþróttakennaraprófi. Heim kominn 1909 hóf Björn íþrótta- kennslu í Kennaraskóla íslands, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni (félag kvenna). Hann var í nefnd þeirri, sem undirbjó Landsmót UMFÍ 1911. Á því móti stjórnaði hann fimleika- sýningu stúlkna úr Umf. Iðunni. Árið 1909 hafði hann tekið þátt í vígslu sundskála Umf. Reykjavíkur við Skerjafjörð og synti þar skriðsund, en fyrr hafði það eigi sést hérlendis. Haustið 1911 tók Björn við leikfimi- flokkum ÍR. Landsmót UMFÍ fór fram 1914 og var Bjöm í undirbúnings- nefndinni. ÍSI var stofnað 1912 og var Björn í tveimur fyrstu stjórnum þess og lét sér þar annt um samningu leikreglna og fræðslu. Hugur Bjöms beindist ávallt til átt- haganna. ÆUun þeirra skólafélaga Jónasar frá Hriflu og Konráðs Erlends- sonar var að starfrækja þar nyrðra unglingaskóla og því tók Björn að sér 1917-19 íþróttakennslu við unglinga- skóla, sem starfræktur var í samkomu- húsinu að Breiðumýri. HausUð 1919 tók hann við stöðu íþróttakennara, að 2/3 við Menntaskólann í Reykjavík og að 1/3 hluta við Kennaraskóla íslands. Hann tók aftur við fimleikakennslu bæði kvenna og karla hjá ÍR. Með þeirri kennslu lagði hann grundvöll að nútíma fimleikum kvenna og áhalda- leikfimi karla, sem hann leiddi til sæmdar innanlands og erlendis. Björn stjórnaði sýningarferðum til Norður- lands 1923, hringferð 1925, til Noregs og Svíþjóðar 1927 og til Frakklands 1928 á alþjóðlegt fimleikamót. Björn hafði unun af hljómlist og lék á fiðlu. Hann tók snemma að leika undir fim- leikaæfingar á fiðlu. Slíkt var nýlunda. Síðast kom Björn fram með sýningar- flokka ÍR 1930 á Alþingishátíðinni. Kvennaflokkurinn sýndi æfingar samdar við þjóðsönginn, sem Björn lék á fiðlu. Fræðsla íþróttafræða hafði löngum verið áhugamál Björns. Hann stóð fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur 1915 á vegum UMFÍ. ÍR efndi U1 samskonar námskeiðs 1922 þar sem Björn og Reidar Tönsberg önnuðust kennslu. Hann vareinnig kenari við leiðbeinenda- námskeið ÍSÍ 1924 og hliðstætt nám- skeið ÍSÍ og UMFÍ 1927. í framhaldi af fjárveitingu Alþingis 1929 til íþróttakennslu sem bundinn var nafni Björns, sagði hann lausri stöðu sinni og hélt norður að Laugum, þar sem starfræktur var héraðsskóli og hugðist leitast við að koma þar á fót íþróttakennaradeild. Það tókst eigi og hann fékk leyfi U1 að nota féð til náms- ferðar erlendis. Jónas frá Hriflu var þá orðinn mennta- málaráðherraog héraðsskólinn áLaugar- vatni tekinn til starfa með Bjarna Bjarnason sem skólastjóra. Þessir tveir menn leystu vandann, og Björn réðst 1931 sem íþróttakennari að Laugar- vatni. Haustið 1932 hóf Björn að starfrækja íþróttaskóla sinn í skjóli héraðsskólans. í ársbyrjun 1943 varð skólinn gerður að íþróttakennaraskóla íslands. Björn starfrækti skóla sinn í rúm 10 ár og útskrifaði 48 íþróttakennara. Skóla- stjóri ÍKÍ var hann í 13 ár og útskrifaði 146 íþróttakennara. Allir þessir kenna- rar störfuðu lengri og skemmri tíma að íþróttakennslu. Margir þeirra önnuðust umferðakennslu á vegum UMFÍ, svo að Ulsögn í íþróttum efldist hjá ung- mennafélögum eins og best sést á þátt- töku og batnandi afrekum á Lands- mótum UMFI. Unnu nemendur Björns vel að þessum mótum og öðrum, enda hvatti Björn til þess. Sjálfur mætU hann 1946 á Landsmót UMFÍ að Laugum og stjórnaði þar tveimur sýn- ingum nemenda sinna. Þar lék hann þjóðsönginn á fiðlu og stúlknaflokkur hans sýndi æfingar sem hann hafði samið við lofsönginn. Á Sambands- þingi UMFÍ að Laugum 1946 voru þeir Björn og Jónas frá Hriflu kjörnir heiðursfélagar UMFÍ. Björn andaðist á 75. afmælisdegi sínum. Kveðjuathöfn fór fram í dómkirkunni í Reykjavík þar sem séra Eiríkur J. ' Eiríksson sambandsstjóri UMFÍ flutti minningarræðu. Duftker Björns var grafið við hlið foreldra hans í kirkjugarð Einarskirkju í Reykjadal í ágúst 1961. Sunnudaginn 13. apríl s.l. kom saman manntjöldi í hinum ófullgerða íþrótta- sal ÍKÍ að Laugarvatni til þess að taka þátt í aldarminningu Björns Jakobs- sonar. Að þessari samkomu stóðu íþróttakennaraskóli íslands og íþrótta- kennarafélag íslands nieð aðstoð mennta- málaráðuneytisins. Nemendur Björns sýndu æfingar sem hann hafði samið og var leikið undir á fiðlu. 36 Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.