Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 34
“Eitraða peðið kveikti í mér” Spjallað við Jón L. Árnason stórmeistara Texti: Guðmundur Gíslason Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum er fylgist með skák, að Jón L. Árnason náði síðasta áfanganum að stórmeistaratitli nú um daginn. Og það gefur örugglega ekki farið framhjá þeim er lesa Skinfaxa að Jón skrifar um skák í blaðið. í tilefni þessa glæsilega árangurs Jóns, fannst mér tilvalið að spjalla stuttlega við hann um ferilinn. Jæja! Þetta tókst hjá þér, eins og ég var búinn að segja við þig áður en þú fórst. - Já! Þú grísaðir á það. En segðu mér varstu ekkert í öðrum íþróttum? - Ekki get ég sagt það, maður var aðeins í fótbolta eins og aðrir strákar. Ég fór ef ég man rétt, á eina æfrngu hjá Val í fótbolta, fleiri urðu þær nú ekki. Þar sem ég byrjaði ekki að stækka almennilega fyrr en svo seint, fór ég aldrei í körfuboltann. Svo hef ég jú aðeins verið í golfinu þegar tími gefst til frá skákinni. Hvenær kemur svo skákáhuginn? - Ég lærði mannganginn 5-6 ára. En áhugann fyrir alvöru fékk ég ekki fyrr en 1972, þegar heimsmeistaraeinvígið á milli Fischer og Spassky var haldið hérna. Og kveikjan varð þegar Fischer drap eitraða peðið á h2 í fyrstu skák- inni, en mér hafði fundist skákin frekar leiðinleg þangað til. Og þetta eitraða peð hefur hingað til farið vel í mig. Fórstu upp úr þessu að stúdera skák og tefla? - Já! Ég tók þátt í mínu fyrsta móti þá um haustið 1972, það var unglingamót TR, og lenti að mig minnir í 3-5 sæti. Síðan hefur maður haldið þessu áfram, og þetta hefur nú eiginlega komið af sjálfu sér. Ég var nú frekar latur við að mæta á æfingar upp í Taflfélagi, stúd- eraði bara heima og tefldi við vini og kunningja. Var ekki árið 1977 mjög viðburðaríkt hjá þér? - Jú! Það má örugglega segja það. Því ég varð íslandsmeistari í landsliðs- flokki fyrst þá, í fyrstu atrennu og varð þar með yngsti íslandsmeistarinn í þessum flokki. Síðan varð ég Norður- landameistari unglinga um sumarið. Og um haustið varð ég svo heimsmeistari unglinga 16 ára og yngri á móti í Frakk- landi. Þar tefldi m.a. Kasparov, en ég tapaði skákinnivið hann, og hann komst þar með upp fyrir mig á mótinu, en hann missti flugið í lokin. Jú þetta var ansi mikil spenna er á þessu stóð, en mjög gaman. Þannig að þetta ár er mjög minnisstætt, og vonandi verður þetta ár það lflca a.m.k. hefur það verið það fram að þessu. Hvað kom svo næst? - Arið eftir náði ég fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á móti í New York. Og loka áfanganum að þessum titli náði ég svo ekki fyrr en 1979 á móti í Póllandi, og var þá orðinn alþjóð- legur meistari. Árin á eftir tefldi ég á mörgum mótum, þó ég hafi ekki náð sambærilegum árangri. En ég held að mér hafi nú farið stöðugt fram samt, en ég var þá í námi í Háskólanum með þessu. Þannig að ég gat ekki helgað mig skákinni eingöngu eins og núna, þar sem ég er búinn í námi að sinni. Hvemig er með kostnað við þessar mótsferðir? - Yfirleitt verðum við að greiða þetta sjálfir, eða í það minnsta ferðakostnað- inn. Ef mótin eru lokuð, þá sjá móts- haldarar um uppihald, annars ekki. Þannig að þetta getur verið mikill kost- naður að taka þátt í móti, fyrir utan svo vinnutap á meðan. Ég seinkaði mér aðeins í námi til að geta verið líka í skákinni. Vildi það frekar til að þurfa ekki að sleppa henni alveg. Varstu vel undirbúinn fyrir mótin í Helsinki og Búlgaríu ? - Já! Ég hafði teflt nokkuð mikið m.a. á Reykjavíkurskákmótinu, Visa-lands- keppninni og svo á móti í New York 34 Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.