Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 22
Blak í Neskaupstað Texti: Smári Geirsson Alir sem fylgjast með íþróttum hafa orðið varir við hinn gífurlega uppgang blakíþróttarinnar í Neskaupstað á undanfömum árum. Blakdeild Þróttar undir forystu Ólafs Sigurðssonar og Gríms Magnússonar hefur unnið þrekvirki og nú er svo komið að ekkert íþróttafélag á íslandi hefur jafnmörgum blakiðkendum á að skipa. Það er því engin furða að einn af forystumönnum blak- íþróttarinnar á landinu skuli hafa látið eftirfarandi orð falla fyrir nokkru: “Allir, sem hafa haft afskipti af þessari íþrótt hér á landi líta öfundaraugum til Neskaupstaðar. Þar hefur það gerst, sem okkur ýmsa hefur dreymt um að gera í okkar byggðarlagi”. Upphafið og meistara- flokkur karla Byrjað var að þjálfa blak með skipulegum hætti í Neskaupstað haustið 1978. Þjálfunina annaðist Ólafur Sigurðsson og var til að byrja með eingöngu æft í meistaraflokki karla. Árði 1979 tók Þróttur í fyrsta sinn þátt í íslandsmóti í blaki. Meistaraflokkur karla keppti í 2. deild og naut félagið góðs af því að þennan vetur dvöldu í Neskaupstað allmargir strákar, sem höfðu æft og spilað blak á Akureyri eða annars staðar á landinu. Drjúgur hluti liðsins hafði því á einhverri reynslu að byggja. Karlalið Þróttar í mfl. lék síðan í 2. deild íslandsmótsins allt til vorsins 1985 með misjöfnum árangri. Hafnaði liðið í fjórða sæti deildarinnar tvö síðustu keppnistímabilin þar. Fyrsta keppnistímabilið 1985-1986 höfðu verið gerðar þær skipulags- breytingar að öll félög sem sendu lið til keppni í mfl. karla kepptu í einni og sömu deildinni þ.e. 1. deild. Eftir harða og tvísýna keppni hafnaði lið Þróttar í neðsta sæti deildarinnar, en þrátt fyrir það vakti hið unga lið félagsins oft verðskuldaða athygli fyrir góðan leik. 22 Yngri flokka Haustið 1983 var byrjað að æfa yngri aldursflokka í blaki á vegum Þróttar. Vaknaði strax mikill áhugi hjá miklum fjölda unglinga og verður að segjast að árangur hefur orðið afar góður. Þróttur hefur t.a.m. átt íslandsmeistara í 3. flokki pilta frá því að félagið sendi þann aldursflokk til keppni og á árinu 1985 eignaðist félagið einnig Islands- meistara í 2. flokki pilta. Alltaf er verið að auka umsvifin í þjálfun yngri flokkanna hjá Þrótti og nú taka hvorki fleiri né færri en átta lið í yngri aldursflokkum þátt í keppni á íslandsmóti. Af hverju þessi áhugi? Nú æfa um 80 manns blak reglulega í Neskaupstað og er það án efa hlutfalls- lega mesta þátttaka í íþróttinni í einu byggðarlagi hérlendis. En af hverju er þessi áhugi fyrir hendi á þessari íþróttagrein, sem yfírleitt vill annars staðar hverfa algerlega í skugga knatt- spyrnu, hörfuknatteliks eða hand- knattleiks. Meginskýringin á þessum áhuga er án efa hinn mikli kraftur og ódrepandi þrautsegja forystumanna blakdeildar félagsins. Menn á borð við Ólaf Sig- urðsson og Grím Magnússon, Martein Guðgeirsson o. fl. hafa lagt ómælda vinnu í uppbyggingu starfseminnar og starfsgleði þeirra hefur smitað út frá sér og stuðlað að myndun samhents og góðs hóps. Sem dæmi um dugnaðinn má nefna að öll þjálfun hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Þá ber að nefna að íþróttahúsið í Neskaupstað er heppi- legt til blakiðkunar, en hins vegar og lítið til að hægt sé að stunda þar t.d. handbolta með góðu móti. Þá er einnig hugsanlegt að skýra hinn mikla áhuga á blakíþróttinni með því að vonin til að ná góðum árangri er óneitanlega meiri en í ýmsum rótgrónari íþróttum eins og t.d. handknattleik. Það hefur sýnt sig að á þeim fáu árum sem unglingar í Neskaupstað hafa lagt stund á íþróttina hafa þeir ná mjög góðum árangri á landsmælikvarða. Landsleikir og úrslita- keppni í Neskaupstað Blakdeild Þróttar hefur nú þegar tekið að sér að annast stór verkefni varðandi mótahald. Dagana 25.-26. mars sl. fór fram í Neskaupstað úrslitakeppni yngri aldursflokka á íslandsmótinu í blaki og sömu daga léku unglingalandslið íslands og Færeyja í flokki pilta og stúlkna lamdsleiki í Neskaupstað. Var hér um að ræða fyrstu blaklandsleiki á Austurlandi og reyndar fyrstu landsleiki, sem fram hafa farið í fjórðungnum. Þessa daga voru tæplega eitt hundiað aðkomublakarar í Neskaupstað og sannkölluð blakhátíð. Segja má að ekkert hafi verið eðlilegra en að áðurnefndir unglingalandsleikir hafi farið fram í Neskaupstað, einfaldlega vegna þess hve margir Norðfirðingar voru valdir til að leika í þeim. í stúlknalandsliðinu voru fimm Norðfirðingar og í piltalandsliðinu voru þeir sjö talsins. Einmitt þetta sýnir svart á hvítu hve gott og mikið unglingastarf er hjá blakdeild Þróttar. Framtíðin Allt bendir til þess að framtíðin sé björt hjá Þrótti á sviði blakíþróttarinnar. Að vísu eru talsverðar mannabreytingar fyrirsjáanlegar í mfl. en uppúr öðrum og þriðja flokki eru að koma stórefnilegir leikmenn. Þá verða einnig tímamót í þjálfunarmálum meistara- flokksins, en Ólafur Sigurðsson hefur nú látið af störfum sem þjálfari flokksins. Áhugi fyrir- blakíþróttinni er mikill á meðal unglinga í Neskaupstað og er í rauninni ekkert sem takmarkar iðkenda- fjöldann nema aðgangur að íþrótta- húsinu og vinnuálagi á þjálfurum. Það bendir sem sagt ekkert til annars en að blakíþróttin muni áfram þróast í jákvæða átt í Neskaupstað og blak- iðkendur eigi áfram eftir að verða byggðarlaginu til sóma. S.G. Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.