Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 10
Þeir em nú sennilega ekki margir sem fylgjast með
handbolta er ekki kannast við Sigurð Gunnarsson. En
hann hefur verið einn af máttarstólpunum í landsliði
okkar undan farin ár, og leikur nú með spænska
félaginu Tres De Mayo a Kanaríeyjum. En peir eru
sennilega færri sem vita að Sigurður var og er mjög
góður knattspyrnumaður oy var meðal annars í
unglingalandsliðinu og lékþa ímarki. Þá lék hann með
hinu sigursæla liði Umf. Áustra á Eskifirði í 2. deild
1978 sem lenti í 6. sæti og hefði getað lent ofar. En ég
náði eimitt að spjalla við Sigurð fyrir stuttu á Eskifirði
þar sem hann var í fríi hjá tengdaforeldmm sínum og
hafði greinilega komið með spánarveðríð með sér. Því
það var logn og heiðskýrt með um 25 stiga hita, þrátt
fyrir það settumst við inn og hófum spjallið.
Hvenær byrjarðu að stunda íþróttir?
- Ætli ég hafi ekki verið í 5. flokki er
ég byrjaði í handboltanum og þá í
Fram, því á þessum tíma var Víkingur
ekki með 5. flokk. Ég lék með Fram í
5. og 4. flokki, og þá voru menn eins
og Gústaf Björnsson og Jón Arni í
sama flokki hjá Fram. En ég byrjaði í
knattspyrnunni um leið og ég gat farið
að sparka bolta og gekk í Víking þar
sem það var félagið í hverfinu.
Varstu í einhverjum fleiri íþróttum?
Já ég var líka í körfubolta hjá
Ármanni upp í 3. flokk. Um það leiti
fer ég að gera upp hug minn í sambandi
við hvaða grein ég veldi. Og varð
handboltinn fyrir valinu, og kom það
sennilega mest til af því að mér bauðst
að fara á handboltaskóla á Laugarvatni.
Á sama tíma var ég valinn í
unglingalandsliðið í knattspyrnu sem
átti að keppa á Norðurlandamóti
unglinga, en eins og áður sagði valdi ég
handboltann. Eftir þetta varð fótboltinn
bara dútl og gaman, en ekki sem
aðalfþróttagreinin hjá mér.
Þú ert nú samt eitthvað í fótboltanum
þó handboltinn sé orðinn aðalgreinin.
Já ég lék t.d. með Austra hér á
Eskifirði sumarið 1978, 1982 og
þjálfaði svo hjá félaginu sumarið 1980,
og þá lék ég með og þjálfaði hjá
Hrafnkeli Freysgoða 1979. Þannig að
ég iagði nú ekki knattspyrnuskóna
alveg á hilluna.
Hvenær spilaðirðu þinn fyrsta mfl. leik
í liandbolta?
- Það var þegar ég var 17 ára, þá voru
í liðinu kallar eins og Rósmundur,
Viggó og Björgvin Björgvinsson. Karl
Benediktsson var þá þjálfari og er ég
viss um að hann hefur verið á undan
sinni samtíð sem þjálfari, því hann var
þá farinn að koma með skipulegri bolta
heldur en hafði tfðkast fram að því.
Þú ferð svo til Þýskalands 1980,
hvernig kom það til?
- Þetta var eftir Heimsmeistarakeppni
21 árs og yngri þar sem við náðum
góðum árangri. En Vlado Stensel varþá
ráðgjafi hjá Bayer Leverkusen og fékk
Viggó Sigurðsson til félagsins, sem
síðan benti á mig. Þeir höfðu samband
við mig um mitt sumar 1980 og fór ég
út um miðjan ágúst með alla fjöl-
skylduna.
Hvernig gekk þér svo hjá Leverkusen?
Svona sæmilega, ég var óheppinn
og sleit liðbönd stuttu eftir að ég kom
út og átti nokkuð lengi í þeim meiðsl-
um. Eftir að ég var búinn að ná mér
gekk mjög erfiðlega fyrir mig að
komast í liðið, það verður þó að
geta þess að ég var nijög ungur, ekki
nema rétt liðlega tvítugur. Hjá
Leverkusen var mjög góður mannskap-
ur á þessum tíma, og eru margir af
þessum leikmönnum þekktir í dag með
öðrum félögum. Þá höfðum við þrjá
þjálfara þetta keppnistímabil, en þjálf-
arar voru látnir fara ef þeir náðu ekki
árangri. Það má segja að við höfum
verið svona jójó-lið, gátum unnið góð
lið en tapað svo fyrir lélegum.
|| "Lenti í stappi
við þá"
Hvernig stóðu þeir við samninga?
- Ég lenti nú eiginlega í stappi við þá
allt þetta tímabil. Þeir stóðu illa við
gerða samninga, og að lökum var ég
orðinn svo þreyttur á þessu að ég ákvað
að fara heim til íslands. Og næstu þrjá
vetur lék ég með Víking áður en ég fer
10
Skinfaxi 3. tbl. 1986