Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 9
Umf. Selfoss 50 ára
Í0^S>
Það var mikið um að vera á Selfossi
þann 1. júní s.l. þegar Ungmennafélag
Selfoss hélt upp á 50 ára afmæli sitt.
Undirbúningur hafði verið allt frá
áramótum. Nefndir höfðu verið skipaðar
í hin ýmsu störf og allt gert til að gera
alla hluti sem hátíðlegasta.
Það má eiginlega segja að afmælishátíð-
in hafi hafist föstudagskvöldið þann 30.
maí þegar 30 ungmenni, uppá klædd í
búningi félagsins, heimsóttu hvert
heimili á Selfossi og afhentu íbúunum
Bjöm Gíslason form. Umf. Selfoss
með bikarinn frá UMFÍ
afmælisrit félagsins sem hefur að
geyma sögu félagsins síðustu 10 árin
ásamt viðtölum, ávörpum og öðrum
Frá grillveislunni miklu
fróðleiksmolum. Dagskráin hófst klukk-
an tvö með skrúðgöngu frá hinu nýja
félagsheimili Selfyssinga, Ársölum.
Hinn nýi búningur félagsins sem
hannaður hafði verið í tilefni af afmæl-
inu, setti töluverðan svip á gönguna.
Skrúðgangan endaði fyrir framan gamla
Kaupfélagið og hófst þar ein mesta
grillveisla sem haldin hefur verið á
Selfossi. Grillaðar voru tugir kílóa af
pylsum og máttu allir borða eins og
þeir gátu í sig látið og renna því niður
með Kakómjólk eða Gosa.
Um kl. 20 voru saman komin í
Ársölum hátt á fjórða hundrað manns
til að gleðjast yfir 50 ára afmæli
félagsins. En jafnframt því var þetta
fyrsta opinbera samkoman í hinu
Verið að skera af afmælistertunni
glæsilega félagsheimili. Bjöm Gíslason
formaður setti hátíðina, Sigurður Ingi-
mundarson formaður afmælisnefndar
tók til máls og Hafsteinn Þorvaldsson
flutti sögulegt yfirlit.
Ungmennafélaginu voru afhentar margar
Hörður S. Óskarsson heiðursfélagi
Umf. Selfoss
veglegar og góðar gjafir og mátti
hvarvetna sjá góðan hug til starfsemi
þess. Að loknum ávörpum gesta fór
fram afhending heiðursviðurkenninga.
Björn Gíslason form. afhenti þar afreks-
mönnum í íþróttum og dugnarðarfork-
um í félagsstarfinu, allt mönnum sem
unnið hafa fyrir félagið af elju og
áhuga, gull- eða silfurmerki félagsins.
Einnig var Hörður S. Óskarsson gerður
að heiðursfélaga, en hann reif félagið
upp til vegs og virðingar á sínum tíma
sem for-maður um nokkurra ára skeið.
Til að kóróna vel heppnaða háu'ð sá
Leikfélag Selfoss um skemmtidagskrá
og að henni lokinni var stiginn dans.
HK/DH
Birgitta Guðjónsdóttir og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir í hinum nýju búningum
Umf. Selfoss Með þeim á myndinni er Halldór Einarsson í Henson
Skinfaxi 3. tbl. 1986
9