Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 24
"Byrjuð að undirbúa þátttöku okkar á næsta landsmóti" Segir Páll Pétursson framkvæmdastjóri USVS Texti: Guðmundur Gíslason Á framkvæmdastjóranámskeiði UMFÍ sem haldið var að Varmalandi í Borgarfirði náði ég að spjalla stuttlega við Pál Pétursson nýráðinn framkvæmda- stjóra USVS. En hann tók við því starfi fyrir stutt og verður í sumar og jafnvel /ram yfir landsmótið 1987. Áður hafði hann verið gjaldkeri sambandsins í nokkur ár. Hvað er helst á döfinni hjá ykkur í sumar? - Það er aðallega héraðsmót og svo sýslukeppnin, þ.e. keppni á milli USVS og USÚ í fijálsum íþróttum sem búin er að vera lengi í gangi. Svo erum við byrjuð að undirbúa þátttöku okkar á næsta landsmóti þ.e. á Húsavík, og var skipuð sérstök nefnd í það á síðasta þingi. Hvernig gengur útgáfustarfsemin? - Það stendur til að breyta forminu á fréttabréfinu þ.e. fara úr A-4 og í þessa algengu stærð fréttabréfa sem er A-5. Þá er hugmyndin hjá landsmótsnefnd- inni að gefa út sérstakt landsmótsblað, sem væri þá líka fjáröflunar-leið fyrir þátttöku okkar á mótinu sem er alltaf kostnaðarsöm, þó misjafnlega eftir hvar mótið er hverju sinni. Hvemig fjármagnið þið starfið? - Það hefur verið einkum hingað til með dansleikjahaldi og skemmtunum, þetta hefur gefið okkur ágætar tekjur. Svo er það aðgangseyrir á heraðsmót og sala á vellinum. Hvar er besta aðstaðan hjá ykkur? - Það er í Vík, og segja þeir sem til þekkja að þar sé besti grasvöllur á land- inu. Þá er verið að koma upp nýjum velli á Klaustri. Hvemig er íþróttaáhuginn á svæðinu? - Hann er svona þokkalegur, og er í dag einkum bundinn við frjálsar. í fyrra og árið þar áður voru félög í deildarkeppninni í knattspymu, en hafa alveg hætt því núna, því það var of kostnaðarsamt. Bæði voru ferðalögin dýr og svo þjálfararnir. Styrkja sveita- og bæjarfélögin ykkur eitthvað? - Það er nú frekar lítið, því þau styrkja ungmennafélögin í sinni heimabyggð og segjast þar með vera búin að styrkja hreyfinguna. Þakka þér fyrir Páll og gangi þetta allt vel hjá ykkur. Breyting á heimilisfangi áskrifenda Eins og oft áður, þá viljum við biðja áskrifendur blaðsins að tilkynna okkur ef þeir breyta um heimilisfang. Það vill koma nokkuð oft fyrir að við fáum blöð endursend vegna þess að kaupandi er fluttur og ekki vitað hvert. Hægt er að fá á pósthúsum eyðublað eins og hér til hliðar þar sem menn geta fyllt út breytinguna á heimilisfangi og sent okkur sér að kostnaðarlausu. Munið því eftir þessu ef þið breytið um heim- ilisfang, svo að blaðið komist beint til ykkar en liggi ekki einhvers staðar í reiðuleysi, eða verði endursent. 24 Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.