Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 18
Sundbikar UDN SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Þarftu aö kynna þér lánamöguleika? Innlánsreikninga? Vaxtakjör? Eða aðra þætti bankaþjónustu? í Spjaldhaga Samvinnubankans finnur þú gagniegar upplýsingar um þjónustu bankans: H-vaxtareikningur Samvinnubankans er óbundinn sparireikningur, verðtryggður með vöxtum. Hann ber í upphafi almenna spari- sjóðsvexti sem stighækka. Kjör H-vaxtareikn- ings eru reglulega borin saman við kjör 3 og 6 mánaða verðtryggðra reikninga bankans. Reynist kjör verðtryggðu reikninganna betri leggst Hávaxtaauki við áunna vexti H-vaxta- reiknings. Verðtryggðir reikningar Samvinnubankans eru bundnir í 3, 6,18 og 24 mánuði. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og eru lausir til útborgunar næstu 12 mánuði þar á eftir. Reikningarnir eru verðtryggðir miðað við láns- kjaravlsitölu. Sparivelta, Húsnæðisvelta, Ferðavelta og Launavelta veita allar rétt til láns eftir ákveðnum reglum sem háðar eru tímalengd viðskipta og innlánum reikningseigenda. í Spjaldhaga Samvinnubankans finnurþú nánari upplýsingar um þessa þætti og aðra í þjónustu bankans, t.d. erlendan gjaldeyri, VISA- greiðslukort, vaxtakjör, gengisskráningu og margt fleira. Bankinn gefur út ný spjöld eftir þörlum - þú skiptir um I þínum Spjaldhaga. Þannig hefur þú alltaf við höndina réttar upplýsingar um þjón- ustu Samvinnubankans. Þjónusla IDÍna Til fróðleiks má geta þess að orðið Spjaldhagi er ekki nýyrði heldur er Spjaldhagi forn þingstaður Eyfirðinga. Árið 1492 var haldiö þar þriggja hreppa þing og frá sama ári er til . skiptabréf gert í Spjaldhaga. I sóknarlýsingu Grundar- og Möðruvallasóknar frá 1840 nefnir síra Jón Jónsson (1787-1869) Spjaldhagahól „hvar til forna var og enn skal sjást leifar af einum dómhring." Okkur fannst orðið hins vegar vel við hæfi og ákváðum að glæða það nýrri merkingu. Líttu inn í næsta Samvinnubanka og fáðu Spjaldhaga - eða hringdu og við sendum þér hann. SPJALDHAGI - ALLAR UPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ Veistu allt sem þú þarft að vita um bankamál? Á síðasta ársþingi UDN sem var s.l. vor tilkynnti Pálnu Gíslason, form. UMFI að UMFÍ myndi gefa sambandinu bikar til að keppa um á sundmóti sambandsins. Og nú í sumar var keppt um þennan bikar í íyrsta skipti, og hlaut Umf. Afturelding hann en það hlaut 162 stig. Hér á eftir koma úrslitin í stigakeppninni 1. Umf. Afturelding 162 stig 2. Umf. Stjarnan 60 stig 3. Umf. ólafur Pái 38,5 stig 4. Umf. Æskan 24,5 stig 5. Umf. Dögun 16,o stig Vormót UDN Vormót UDN var haldið á Búðardalsvelli 5. júlí s.l. Og sá Umf. Ólafur Pái um undirbúning mótsins, en á mótið mættu keppendur frá öllum aðildarfélögum sambandsins. En úrslit í stigakeppni urðu þessi: 1. Umf. Ólafur Pái 204 stig 2. Umf. Stjarnan 71 stig 3. Umf. Afturelding 42 stig 4. Umf. Dögun 36 stig 5. Umf. Æskan 24 stig Besta árangur mótsins samkvæmt stigatöflu vann Hálfdán Knstinsson í kúluvarpi 990 stig, en hann varpaði 14,39 m. 18 Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.