Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 39
rákum. Fullvaxinn karlfugl blágrár að ofan en ryðlitur neðra með dökkbrúnum rákum. Heimkynni um allt land, hæðóttar og gilskornar lyngheiðar. Varp í klettum og giljum. Hremmir bráðina á lofti, sem er smáfuglar jafnvel dúfur. Brandugla Suðlæg tegund, sem hefur flækst hingað út. Fyrst fundin verpauði 1912. Stofnstærð ókunn en talin lítil. Bol- hamur ljósbrúnn, að neðan settur rákum. Vængir eru langir og breiðir, svo að fuglinn á reikulu flugi eða sviflotum er pokalegur. Grunnlitur vængja er ljósbrúnn en þverrákóttir. Séð að neðan blasa við dökkir blettir aftan við handflugfjaðrir. Höfuð hnött- ótt, eymafjaðrir stuttar. Augun sitja framan á höfðinu, ekki á vöngum, svo að fuglinn sér beint fram. (Uglur og Súlur eru einu fuglategundimar, sem njóta slíkra staðsetningu augna). Fætur snögghærðir. Brandugla er nú á láglendi um allt land, einkum í mýrlendum móum eða lyngheiðum. í Heiðmörk við Reykjavík verpir hún inní breiðum af Alaska- lúpínu. Snæugla Fuglinn verður að teljast hér sjaldgæfur gestur frá Grænlandi eða norðanverðri Skinfaxi 3. tbl. 1986 Skandinavíu. Smá spendýr, nema haga- mýs, em hér af skornum skammti, svo hún verður að næra sig á gæsa- og rjúpnaungum. Varp hennar fannst fyrst 1932 við jaðaródáðahrauns en frá 1955 hefur hún eigi fundist varpauði. Vænghaf fuglsins er mikið, 150-160 cm. Karlfuglinn er að mestu hvítur en hamur kvenfuglsins settur dökkum flikrum. Ungfuglar hafa á hamnum dökkbrúnar þverrákir og flikrur. And- stætt branduglu er snæugla mest á ferli á daginn. Einstakir fuglar flækjast vítt um utan varptímans. Skúmar og Kjóar Dökkleitir úthafsfugl-ar, sem svipar til ránfugla. Skúmur og kjói em ísl. varpfuglar, sem halda sig að vetrarlagi á úthöfum. Tvær aðrar skildar tegundir sjást hér að sumarlagi. Fjallakjói og ískjói. Skúmur (hákarlaskúmur) Kubbslegur, sterkvaxinn, á stærð við silfurmáf. Hamur dökkbrúnn, fölari um bringu og kvið, ryðkenndur blær. Breiðir snubbóttir vængir. Stél stutt. Goggur gildur, svartur, krókboginn í oddinn. Hvít skella við rætur hand- flugfjaðra. Fætur svartir og sterk- byggðir. Ungfuglar hafa minna áberandi vængskellu. Röddin er gákennt rámt kokhljóð, sem á stundum getur verið hvellt til ögrunar. Drepur á landi unga anda og gæsa. Við varpeyjar lunda, hrellir hann þá sem bera síli til að sleppa feng sínum. Sama atferli beitir hann sflisberandi svartfugl við fuglabjörg. Hann situr fyrir súlum, er þær koma út ætisöflun á leið til fóðrunar unga í súlnabreiðu og hrjáir þær á flugi með árásum þar til þær æla, en hann nær að innbyrða æluna á flugi eða af yfirborði sjávar. Rúmlega 80% stofns skúms í Norður- Atlandshafi hefur varpstöðvar á söndunt við strendur íslands. Á jaðarsvæðum Suðurheimsskautslandsins halda sig mun fleiri skúmar en hér norðurfrá. Frá þeim svæðum er okkar skúmur korninn. Kjói (vætukjói) Mismunur kynja enginn. Hérlendis tvö litarafbrigði. Dökkt og skjótt. Hið fyrrnefnda er dökkbrúnt einlitt. Hið skjótta hefur svartleitan koll, gulhvíta vanga og háls, bak dökkgrábrúnt, kviður hvítur eins bringa, sem hefur dökkt þverbelti. Ungfugl hins skjótta litarafbrigðis hefur að ofan og neðan þverrákir og flikrur. Auðkenndastur er miðfjöðrum stélsins. (Fjallkjói, sem er minni, hefur lengri, mjórri og sveigjanlegri miðfjaðrir í stéli. ískjói, stærri en kjói, miðfjaðrir stéls snubbóttar og undnar. Af ískjóa eru tvö litarafbrigði). Oft lætur hátt í kjóa, síendurtekið vælandi nasahljóð. Verpir í mýrum, á holtum og á söndum við sjó. Hinir mjóu og sveiglaga vængir auðvelda kjóa hraðflug og flugfimi, er leggur ætieberandi fugla í einelti, þar til þeir sleppa eða æla ætinu. Tínir upp unga mófugla. Stofnstærð ókunn. Fjöldi skjóttra kjóa innan stofnsins misjafn eftir landshlutum. Leiðréttinp úr sfðasta blaði Inn í greinina í 2. tbl. 1986 slæddust nokkrar prentvillur, sem hér leiðréttast. í 9. línu fyrsta dálks á bls. 38 stendur:"...blesgæsir í varplendi..” en á að vera:".. blesgæsir í votlendi'. Fimmta og sjötta lína kaflans um gulönd á bls. 38 á að vera:"Sama brúnleita lit hafa flugfjaðrir en armflugfjaðrir hvítt mynstuf'. í fyrsta dálki bls. 39 í 7. línu, greinilegur, á að vera greinanlegur, í 19. línu, húmum, á að vera hinum\ í 3. línu að neðan stendur, hníflega, á að vera hníflaga. í miðdálki bls. 39 í 16. línu stendur, hvítlitur, á að vera hvitur litur. í þriðja dálki bls. 39 í annarri línu stendur, auðkenn-, á að vera auðkennd-. í 8. og 9. línu stendur, Á stöðuvötnum, en á að vera, Á setstöðum. 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.